fimmtudagur, nóvember 30, 2006

ég ætlaði að blogga um bólu!

Ég kláraði "vinnutörn" í skólanum á mánudagskvöldið, síðastliðnar fjórar vikur hafa verið frekar erfiðar þar sem ég skilaði af mér verkefnum, ritgerðum og hélt fyrirlestra í bunum (má maður safna bunum!?). Ég vildi ekki byrja of snemma á svoleiðis hlutum á þessari önn, en heldur ekki vera að því í kringum prófin sem eru í Janúar, svo að þetta var allt á sama tíma, en gekk samt upp... vona ég.
Ég er kominn með allskonar hugmyndir í kollinn eftir þessa törn, sem að þýðir að núna "þarf" ég að skoða það sem mér datt í hug á meðan ég skrifaði þessi verkefni. Það sem mér datt í hug voru m.a. lýðræðisbyltingar, frjálsfélagasamtök, gegnsæji hjá Esb og að endalokum fullkomlega sanngjarn heimur. Eitthvað nýtt? það efast ég um, en það er hollt að hafa eitthvað að hugsa um og vinna að. Hví ekki sanngjarnari heimur? - Tja, fyrst maður má safna bunum þá hlýtur að vera leyfilegt að láta sig dreyma.
--
Kanski verður aldrei hægt að snúa heiminum frá heimsku og græðgi, mér finnst t.d. hryllilegt að hugsa sér að fólk hafi það í sér að þiggja 20. milljónir í mánaðarlaun og ganga með eyrnalokka sem kosta 10 milljónir. Það deyja börn vegna þess að þau fá ekki hreint vatn. HREINT VATN!
Svo gefa svona millar kanski 500.000. krónur í söfnun og láta taka mynd af sér brosandi góðmennsku colgatebrosi. Stundum þegar að fólk eins og ég núna, skammast yfir þessu, þá er það sagt öfundsjúkt, fyrir mér er þetta ekki öfundsýki, ég hef það ágætt. Þeir sem að fá 500.000 á mánuði og eiga það skilið vegna dugnaðar, menntunar, hæfileika eða hvað annað sem telur, það er ekki hvorki vandamálið né hættulegt. Því að það er heimskulega mikill munur á svona velstæðum einstaklingi og siðblindufólki sem tekur margar milljónir fyrir að vinna vinnuna sína, sem á sínar eigin skútur og einkaþotur til að færa sig á milli hallanna sinni og mælir lífshamingju sína í hagvexti.
Við eigum ekki að vera feimin við að segja það að þetta sé rangt.
Skelfingaröfund er þetta í mér!
-
Annað, ef að svo færi núna að kreppa kæmi, eins og svo oft áður hefur gerst og sagan segir okkur að líklega komi aftur. Hvernig fer þá fyrir okkur? Hvernig fer fyrir íslenskum heimilum? Ungu fólk sem að skuldar 200.000 í yfirdrátt?

Ekki nóg með að ég verði að læra stjórnmálafræði og stjórnmálaheimspeki til að komast að því sem ég hugsa heldur verð ég að skilja hagfræði líka.

ég hef ekki tíma fyrir þetta, því að ég fæ bara námslán í nokkur ár...
lalli

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, hvað verður um mig?

larush sagði...

veit ekki, ekki um mig heldur, en mig minnir bara að síðustu kreppur hafi ekki átt sér stað þegar fólk skuldaði svona mikið, þá mátti varla taka lán

Nafnlaus sagði...

ég get eiginlega bara sagt eitt

Sammála, svo Sammála!!