miðvikudagur, nóvember 22, 2006

think globally



Í gær var frétt á Vísi að á laugardaginn væri alþjóðlegur "ekki kaupa neitt dagur", gott og blessað og hvað um það, ég kíkti inn á tengil frá þessum samtökum þar voru m.a. gervi-auglýsingar frá ýmsum stórfyrirtækjum. T.d. Esso, Nike og fleirum. klikkið á þær til að geta lesið smá letrið
--
Ég hef svo sem ekkert fyrir mér þessu, ég sá þetta og þótti áhugavert. Stundum þegar við hugsum um svona mál þá detta okkur alltaf í hug svo greinilegir og stórir hlutir en við gleymum þessum smáu. Eins og með hluta af umhverfismálum, ef við á Íslandi sem miðað við umræðuna þykjumst allt að því umhverfisvæn myndum vera það í verki. Til dæmis varðandi litla hluti: labba út í búð, nota innkaupapoka aftur og aftur eða bara bakpoka, flokka sorp, kaupa mat sem er lífrænn og e.t.v. í endurunnum umbúðum sem við settum svo aftur í endurvinnslu o.s.frv. þá myndi margt breytast hjá okkur. Við myndum eitt og eitt ekki umbreyta heiminum með byltingu en á endanum ætti umbreyting sér stað. Ef að hvert og eitt okkar breytir sinni hugsun, þá þýðir það að sjálfsögðu það að þeir sem að vinna í eða reka fyrirtæki og stofnanir gera það líka því þau eru bara venjuleg eins og við. Kanski á ég einhvern tíman eftir að vinna í fyrirtæki eða stofnun, svo að ég ætla núna að breyta minni hugsun og passa allt þetta smá sem ég geri, því margt smátt...

kv.

lalli ljóstillífandi rauðgrænþörungur

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lalli minn þú ert alltaf svo æðilsega pólitískt réttþenkjandi. Ef allir hugsuðu eins og þú væri heimurinn svo miklu betri. En ég vissi ekki þetta með ESSO. Merchligt.