laugardagur, nóvember 18, 2006

lhá

Það hefur verið og verður nóg að gera í skólanum, sem er hið besta mál, ég er duglegastur að læra þegar að ég þarf að gera eitthvað. Þess á milli á ég það til að detta niður í smá leti, þessvegna hef ég óbeit á tilgangslausum fríum sem slíta í sundum þann tíma sem ég vil nota til að læra. Ég er þannig skilyrtur að ég má oft ekki við svoleiðis truflunum. Eftirhádegi á mánudaginn á ég að skila ca. 2-3 blaðsíðna "ritgerð" um alþjóðlega aðlila sem hafa komið að málum Eystrasaltslandanna frá 1989. Mér finnst það áhugavert og bísna spennandi. Svo heldur skólinn áfram og ekkert frí svo að ég næ að halda mínu striki. Ein af greinum sem að ég las í dag til að kynna mér umbreitingarnar sem hafa átt sér stað, fjallaði örlítið um hvort þjóðríki séu nauðsynleg á 21.öldinni. Mér þykja þessar pælingar vera áhuga verðar og ætla að kynna mér þær frekar. Er skynsamlegt og nauðsynlegt að líta á sig sem einstakling frá sérstöku landi? Þetta ætla ég að skoða.
--
Jólamarkaðurinn hjá ráðhúsinu í Vín opnar í dag, Bürgermeister Häupl kveikir á trénu klukkan hálf sex. Dr. Häupl er eins mikill Bürgermeister og þeir geta orðið, með bumbu, yfirvaraskegg. Við Eyrún ætlum að skella okkur þangað, enda finnst mér að Häupl eigi alfarið að stjórna því hvenær jólaundirbúningur má hefjast og það er best að byrja hann með því að slappa af á fallegum stað í Vín með Glühwein í bolla.
-
Skrítið hvað það þarf stundum stóra viðburði til þess að hreyfa við fólk, maðurinn bíður og bíður þar til hann verður að taka stökk áfram til að detta ekki. Hlýnun jarðar er dæmi um þetta, ekkert hefur verið gert fyrr en allt í einu þarf að gera eitthvað í einu stökki. Við vanrækjum umhverfið og okkur sjálf þar til við sjáum að það gengur ekki lengur og tökum stökk. Ef samfélagið okkar og við sjálf væri í raun og veru skipulög væri þetta vandamál ekki til staðar.

ciao,
lalli

Engin ummæli: