föstudagur, nóvember 03, 2006

n 1 x

Ég er í býsna áhugaverðum áfanga á föstudögum, Grunnkúrs í Alþjóðastjórnmálafræði þar sem aðallega er horft til átaka sem blossað hafa upp í fyrrum Sovétríkjum, Transformationsländer. Fyrstu tímarnir hafa mest megnis farið í að tala um þau hugtök sem tengjast þessu svæði og aðra theoríu en í dag kom til okkar kona frá samtökum sem kallast International Labour Organization, ILO, í Rússlandi. Það var margt áhugavert sem hún benti okkur á varðandi Mið-Asíu og Kákasus löndin, land eins og Kasakstan t.d. sem á vesturlöndum er ekki talaðum nema minnst sé á Borat á undan, er 2,717.300 km2 og þar búa samt bara 15 milljónir manna meðan að Frakkland er 543.965 km2 og þar búa 60 milljónir.

Þetta var auðvitað ekki aðalatriðið, en pælið því í stærðinni og hvað veit venjulegur maður um landið? Ekkert. Hvað veit maður um Tajikistan? Ekkert. Það eina sem fréttist frá Turkmenistan er að Saparmurad Niyasov, öðru nafni Turkmen Basi, stýrir öllu þar með alræðisbrölti. Í þessum löndum eru Non Govermental samtök bönnuð, það að vera meðlimur Amnesty er lífshættulegt og Evrópubúum er alveg sama um þetta svæði. Það er varla hægt að kenna olíunni um það því að t.d. eru olíulindir í Kazakstan og Turkmenistan, peningunum frá þeim er svo vandlega ekki deilt á meðal ríkisborgaranna. Ekki vantar Islamista til að berjast við því þeir liggja og fela sig á landamærum Kasakstan, Úsbekistan og Tajikistan. Mannréttindi eru brotin á íbúum þessara landa daglega og þau eiga meira sameiginlegt með Evrópu heldur en Asíu þó svo að þessi heimshluti kallist Mið-Asía. Staða barna í þessum heimshluta er efni í annan svona pistil, en hún er vægast sagt ömurleg.

Í Kákasuslöndunum virðast svo deilur milli Armena og Azerbaijana engan enda ætla að taka og Georgíumenn hafa þurft að þola eins og öll hin löndin á þessu svæði ótrúlegan yfirgang frá Rússum allt frá falli Sovétríkjanna. Moskvustjórnin heldur þessu svæði í erfiðri stöðu eins og dæmin sanna; þegar að -30°c frost var í Gegoríu í fyrra vetur skrúfuðu þeir fyrir gasið. En samt er Moskvustjórnin sú eina sem að fær einhverja athygli frá öðrum ríkjum heimsins.

Hvað gera Evrópuþjóðir? Þær líta ekki á þessa stöðu sem sitt vandamál, heldur draga línuna við Úkraínu og reyna að hjálpa íbúum Hvíta-Rússlands sem býr við alræðiðstjórn.

Það er hræsni af okkur að fordæma mannréttindabrot og berjast gegn fátækt hér og þar, svona eins og okkur hentar til að friða sálartetrið, en horfa svo framhjá hinum hlutunum. Einræðis- og harðræðisstjórnir eiga allar að fá skömm, en svo þarf líka að styðja fólkið til að brjótast úr ömurleikanum og til mannsæmandi lífs.
-

En núna þarf ég að stuðla að eigin heilsu, bæði líkamlegri og andlegri með því að kyssa konuna mína, elda mat og drekka bjór með íslenskum öðlingum.

kv.
Lalli

p.s. hvað þýðir titillinn?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Emergence of chaos