sunnudagur, maí 27, 2007

!"#$%&/()=

Í gær sveik sólin okkur Eyrúnu, bjarta fallega sólin faldi sig bak við ský þegar við fórum í fyrstu sundferðina okkar í ár. Í kring um hádegið þegar við fórum í innkaupaleiðangur skein hún á allt og alla sem vildu láta skína á sig, en klukkan 14.30 var hún horfin bak við ský. Við spurðum skýin hversu lengi þau ætluðu að vera og hvort líklegt væri að þau sendu regndropa niður til jarðarinnar. Skýn svöruðu engu, ekki frekar en fyrri daginn, fyrir utan eitt lítið ský sem söng mjóróma að það væri bara að horfa á leiki mannanna. Þrátt fyrir líkur á rigningu héldum við af stað í átt að baðstaðnum, við borguðum aðgangseyrinn og skiptum yfir í sundbúninga. Þykkir skýjabakkar skýldu þeim kroppum sem bursluðu í pollunum, við settumst á bekk og reyndum að lesa í úr skýjunum hversu lengi þau myndu loka fyrir aðgang sólarinnar að fölbleikum líkkömum íslenskra námsmanna. Eftir að hafa dvalið dágóða stund töldum við líklegast að skýin væru komin til að vera og ekki nokkurt vit væri í því að sitja fáklædd við kaldaburslupolla mikið lengur. Við gáfumst upp og fórum. Á leiðinni heim tók að birta til og þegar við fórum út úr Ofanjarðarhluta-neðanjarðarlestar nr. U-6 var nánast heiðskýrt og sólin, fallega og bjarta, skein aftur á þá sem vildu láta skína á sig.
-
Ég get ekki annað sagt en að mér líst ljómandi vel á þessa ríkisstjórn, fyrir utan að Björn Bjarnason er áfram ráðherra. Samfylkingin kemur með ferskan blæ inn í stjórnina, konur fá til jafns við karla að takast á við ráðherraembætti (ráðfrúar) og um leið og Samfylingin tekur við er lagst í að breyta til í ráðuneytum. Að mínu mati hefðu frekari breytingar verið til hins góða, en ég skal hafa biðlund um hríð, því allt tekur sinn tíma.
--
Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana í skólanum 4 verkefni framundan og leið og þeim líkur, PRÓF og nóg af þeim.
---
Um síðastliðna helgi var fór ég í handboltabulluferð til Essen og horfði á Dóra stýra Tusem Essen upp í úrvaldsdeild í þýskaboltanum. Mikið rosalega var ég kátur og hás, enda hef ég aldrei öskrað svona mikið, né lengi. Allan síðari hálfleikinn stóðum við og klöppuðum og til skiptist fórum við á taugum eða öskrðum úr okkur lungun.
----
pís,
lalli

p.s. kein macht für G8! bölvaðir hræsnarar að hittast 8 (reyndar 9) saman og ræða framtíð heimsins.

Engin ummæli: