föstudagur, apríl 04, 2008

mislukkaður fyrirlestur og HHG

Ég átti að halda fyrirlestur í gær, var búinn að undirbúa mig undir að minn hluti af fyrirlestrinum væri 10 mínútur um gagnrýni á Réttlætiskenningar Rawls, kenningar Marx um réttlæti og sitthvað fleira. Ég fékk ekki nema 3 mínútur - kennarinn notaði nefnilega 45 mínútur af tímanum til skipulagshluta sem hann hefði getað og átt að gera í tímanum fyrir páska. Ég stóð til að byrja með eins og asni og reyndi að vera eins snöggur að koma hlutunum frá mér og ég gat. - En ok, þetta er kanski líka reynsla í að bregðast við aðstæðum og geta ekki gert hlutina eins og maður vildi í upphafi.
En engu að síður fúlt. Því þetta var ágætur fyrirlestur hjá mér.
-
Annarrs langaði mig að segja tvennt um Hannes Hólmstein og hans mál. Í fyrsta lagi, er það ekki þversögn að safna með samskotum upp í skuld hægrimanns, sem hann komst í af eigin rammleik? Hinir hæfustu lifa af og allt það... Þeir virðast jafnvel nýta sér verk annarra til að reyna að lifa af.
Hannes Hólmstein hefur ekki beint verið sá sem að vílar fyrir sér að þjarma að mönnum í pólitískri umræðu, oft í persónlegum stíl en ekki fræðilegum og á maðurinn engu að síður að heita fræðimaður í stjórnmálafræði.

Stundum endar það þannig ef að maður kemur fram eins og besserwisser og ber ekki snefil af virðingu fyrir skoðunum annarrs þá á endanum kemur það niður á manni. Hannes Hólmsteinn hefur farið mikinn í langan tíma, núna missteig hann sig tvisvar og þarf að gjalda fyrir það, með peningum.
Mér þætti reynar áhugavert að sjá hvernig yrði tekið á svona máli hérna í Vín, ég þarf að skila inn sérstakri "Ritstuldar yfirlýsingu" (plagiats erklärung) með hverju verkefni - ef að kennari yrði svo dæmdur fyrir ritstuld. Svolítið dæmigert fyrir Ísland að sumir benda á að það væru "pólitísk hreynsun" að reka Hannes frá Háskólanum fyrir þetta. Þetta snýst samt ekki um hægri eða vinstri, enda er það bara gott að hafa allt litróf stjórnmálanna við Stjórnmálafærðideildir - þó Hannes mætti reyndar efast aðeins meira um ágæti þess sem hann las í Oxford fyrir aldarfjóðungi og efast og endurskoða eins og fræðimönnum ber að gera. Þetta snýst að mínu mati um prinsip - sá sem er staðinn að ritstuldi á ekki að vinna sem háskólakennari.
--
En ég nenni ekki að eyða meiri tíma í þetta, ég þarf að skreppa í ræktina.

Lalli

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er ekkert mislukkað Lalli minn. Það er mislukkað ef þú ert svo stressaður að þú getur varla undirbúið þig fyrir fyrirlesturinn svo þú þarft að skella honum saman morguninn fyrir flutning. Stirðnar svo upp þegar þú ert að flytja hann þannig að þú sérð ekki á blaðið vegna skjálfta í höndum. Því næst sérðu svart og þá er engin leið að lesa af því. Þú reynir að strögglast í gegn með því að þylja upp það sem þú mannst, sem er ekkert vegna ástandsins sem þú ert í og endar á því að vera alltof stutt, stamað og heimskulegt.
Það er mislukkað.

larush sagði...

nei, það er krúttulegt elli.. og krútt er kúl svo það er kúl og kúl er best svo það er best!