laugardagur, október 01, 2005

Hvað heldur þú?

Í dag ætlum við Eyrún að leggja af stað í leiðangur, taka með okkur nesti og góða skapið og skoða hallir og önnur falleg gömul hús.
Það er ekkert ákveðið hvert við förum, svo að ég segi ykkur það bara á eftir... bloggfærslan verður kláruð seinna í dag... Sem sagt núna.

Við fórum fyrst í skólann hennar Eyrúnar, þar sem hún æfði sig að syngja, en hún byrjar í skólanum á mánudaginn. Svo fórum við í Schönnbrunn höllina, þvílíkt og annað eins glæsi-svæði, höllin er ótrúleg bygging og meira að segja er leyfilegt að fara inn í hana. En við létum það bíða betri tíma og verra veðurs og fórum rakleiðis inn í garðinn. Höllin var reyst í sinni núverandi mynd af Mariu Teresu og garðurinn í ný-klassískum stíl hefur alla tíð verið opin almenningi, sem er undarlegt miðað við glæsileika hans:) Svo fórum við í elsta dýragarð í heimi, 250 ára gamlan og það var eins og alltaf, rosalega gaman að stara á apa og tígrisdýr og vorkenna þeim.

Eitt sem ég fór samt að velta fyrir mér. Það tók menn svo, svo langan tíma að losna við keisara og koma á lýðræði, stendur fólk agndofa fyrir framan svona mynjar og hugsar kanski; ,,Afhverju byggir fólk ekki svona hallir í dag!"... eða eitthvað.
Það er bara svo undarlegt falla í stafi (kanski fullmikið sagt) en í það minnsta, þá eru þetta mynjar um fólk sem tók nógu mikið af fé til þess að byggja þessar rosalegu hallir, með gullsölum og ótal gluggum, meðan að fólkið í ríkinu átti bara kofa... (hérna gæti fylgt- öreigar allra landa sameinist! en ég sleppi því)

bless í bili

3 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Þetta eru aldeilis magnaðar uppfinningar hjá vísinda-spammaranum.

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert annað, ótrúegt hvað hann getur lesið og lesið á íslenku. Kútos fyrir því.

Nafnlaus sagði...

Jamm, gettu hvað er aðal aðdráttarafl túrista í rúmeníu? Einmitt, hallir níðingsins "Sjálfselskú". Þúsindir fermetra af gulli og marmara á mörgum hæðum. Stutt frá er fólk ennþá að nota hestakerrur.
En það var nú ekki kapítalismi sem skapaði þetta ástand þannig að þú ættir einmitt að sleppa öreiga ræðunni ;)