föstudagur, apríl 28, 2006

28. apríl, í tilefni af 1.maí

1. maí kröfugöngur á Íslandi eru um það bil að deyja. Til dæmis verður engin kröfuganga á Akureyri á mánudaginn næsta, þess í stað er bara skemmtidagskrá og kökuhlaðborð. Stjórnarmenn í alþýðusamböndunum segja að kröfugangan sé barn síns tíma, og það sé ekki áhugi fyrir hendi að taka þátt í kröfugöngum, né öðrum baráttuaðgerðum. Það að ekki sé áhugi fyrir hendi er í sjálfu sér ekki óeðlilegt á Íslandi, landi þar sem meira en nóg virðist vera af öllu en hugmyndin á bak við félagshyggju og samstöðu verkamanna er að gruninum til ekki bundin við einstök bæjarfélög og þegar að við höfum náð ákveðnum árangri þá á það ekki að þýða að baráttunni sé lokið. - Öreigar allra landa sameinist - Ekki það að alþýðusamböndin eigi að marsera taktfast á eftir marxískum hugsjónum, þá er ömurlegt að þeir leggi árar í bát og hætti við kröfugöngu. Kanski sýnir þetta öðrufremur að þeir sem eru í fremstu línu til að berjast fyrir réttindum launafólks, séu ekki með hugsjónir og réttlætið að leiðarljósi. Til dæmis eru lög að ganga í gildi sem opna íslenskan vinnumarkað fyrir vinnuafli frá nýju ESB-löndunum. Í landinu eru starfandi leigumiðlanir sem að borga verkamönnum lægri laun en samið hefur verið um, þetta er til dæmis hluti af þessu alþjóðlegasamhengi sem ég minnist á.
Rjómartertuát er ágætt, en ekki leiðin til þess að halda á lofti hugsjónum félagshyggju og réttlætis í heiminum! Það er ekkert mál að sameina baráttu og gleði í eina hátíð, en það verður þá að gera það almennilega, og ekki hætta baráttunni þegar okkur líður vel. Það minnsta sem hægt væri að gera er að heiðra minningu þeirra sem að ferðuðust um landið þvert og endilangt til að taka á gráðugum kapitailistum. Það er nefninlega ekki langt síðan og réttindi komu ekki til okkar að sjálfu sér. Ekki bara rétturinn til að fá veikindafrí.. ect. ect. ect. Nánast allt sem við sjáum fyrirframan okkur í dag eru hlutir þurfti að berjast fyrir = frelsi til að vera þú sjálfur.

Ég hugsa að ég rölti niður á Ráðhústorg í Vínarborg og taka þá í útifundi sem að verður haldinn kl:09 þann 1.maí.

Lalli

Engin ummæli: