miðvikudagur, apríl 05, 2006

1,2 og byrja!

Tók eftir því við lestur á Morgunblaðinu í dag að það er kominn í kosningaham, í það minnsta farinn að hita upp fyrir þær. Það er því ekki seinna vænna en að miðillinn ykkar La Rusl, geri slíkt hið sama, enda hef ég löngum fylgt Mogganum eins og skugginn og lýg ekki frekar en hann. Grein eftir borgarstjórann í Reykjavík var neðst niðri á milli tveggja síðna, en sprelligosinn Kristján Þór bæjarstjóri á Akureyri var með svo gott sem alla miðopnuna. Hana notaði hann til að skjóta nokkrum skotum á Samfylkinguna á Akureyri, og sakaði hana um alla mögulega hluti. Þó helst að gagnrýna hann og hans hugmyndir, þó svo að það sé einmitt í þeirra verkahring núna að gagnrýna hann og leita leiða við að bæta það sem slæmt er, nú eða þegar það á við gott er. Hann ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar, enda vilja 64% íbúa bæjarins fá nýjan meirihluta að loknum sveitastjórnarkosningum og því tímabært fyrir hann að læra þetta.
Staksteinar Morgunblaðsins sviku ekki í dag frekar en fyrri daginn, Mörður Árnason fékk meira að segja mynd af sér birta þar, þegar þeir fjölluðu almennt um þingmál. Það er nokkuð góður árangur, satt best að segja mjög góður hjá Mirði.
Undarlegt að á Íslandi skuli enn þann dag í dag vera starfrækt flokksblað, blað sem geri daglega, með ritstjórnarstefnu sinni, upp á milli íbúa 300.000 manna þjóðar vegna skoðana þeirra.
Við þetta er svo að bæta. Undanfarið hefur Mogginn hamrað á því að ofbeldisalda fari yfir landið og óþjóðalýður sé út um allt að hrella sakleysingja. Helgi Gunnlaugsson félagsfræðingur sendi þeim bréf í dag og benti á að frá 2000 hafi ofbeldisverkum fækkað um 20%.

Nú jæja, þetta virkar víst hjá þeim að hafa þessa stefnu, hvað skrifaði hinn virti miðill La Rusl um í dag? Jú blessaðan íhaldssepilinn Moggann;)

bis später,
lalli

Engin ummæli: