miðvikudagur, apríl 26, 2006

fagurt galaði fuglinn sá

Ég er búinn að fara í tvo fyrirlestra í skólanum, ég hef skilið þá og glósað slatta, en ég er ekki alveg kominn á það stig að geta velt þessu fyrir mér á staðnum: fundið svör og spurt spurningar, en það kemur.
Í gær horfði ég á Lord of War, mynd um vopnasala sem var leikinn af Nicolas Cage. Fyrir myndina var auglýsing frá AI þar sem AK-47 hríðskotabyssa var seld í sjónvarpsmarkaði og auglýst "svo einföld að jafnvel barnahermenn geta notað hana". Myndin var í svipuðum tóni, kaldhæðnum og beittum, ég hvetþig hér með til þess að kíkja á hana. Í endann (ég er ekki að gefa upp neitt plott...) var bent á það að fimm lönd sem eiga fastsæti í Öryggisráði S.Þ. séu stærrstu vopnasalar heims.En svo eru auðvitað G8- löndin eru öll í þessu.

Heimsósóma fífla asni!

Friður,
lalli

Engin ummæli: