mánudagur, apríl 03, 2006

sonne

Heimurinn, íbúar hans og lífið eins og það leggur sig, er asskoti lúnkið við það að laumast upp að manni og koma manni á óvart. Stundum þegar að lífið virðist, fyrir manni sjálfum a.m.k., bara snúast um eitthvað eitt. Þá gæti bara eitthvað allt annað verið á seyði. En svona er þetta dularfullt. Ef til vill væri það ekki eins áhugavert ef það væri einfalt, en þrautir eru til að læra af þeim.
-
Nóg komið af "hálf"spekilegum vangaveltum mínum sem ég efast um að fólk átti sig á.
-
Laugardagurinn var með afbirgðum fallegur dagur og góður. Veðrið lék við íbúa Vínarborgar, sem þökkuðu fyrir sig með því að leika við aðra íbúa í almenningsgörðum og hér og hvar. Við fórum út um þrjú leitið og hittum Jón og Pál, Pál þessi er frá Tirol og er í söngnámi hérna, Gilli lét líka sjá sig. Við stoppuðum á sushistað á Naschmarkt og eftir fullnægjandi át á hráum eldislaxi og tilheyrandi meðlæti fórum við í Burggarten. Settumst niður á grasið og spjölluðum saman og dreyptum á öli. Jón æfði sig á einhjólinu sínu og Pál sýndi listir sýnar með "diablo". Svo fundum við hóp af pitlum í hakkísakk, þeir voru rosalega færir að sýna listir og gera trix, en spörkuðu honum sjaldnast oftar en 4 sinnum á milli manna.
Þegar sólin faldi sig bak við byggingarnar í kring héldum við heim á leið og bökuðum saman pizzu fyrir hópinn. Afar ljúft og gott allt saman.
-
Í gær lituðum við Eyrún hárið hennar, svo hún verði glæsileg á tónleikunum í vikunni. Hún á eftir að standa sig vel.
-
En núna er það skólinn... þetta verður undarlegur tími að byrja í námi á þýsku, usss;)

lalli

Engin ummæli: