mánudagur, júní 19, 2006

velkominn?

Það er ekki landsins forni fjandi sem að stefnir til Vínar núna á morgun, heldur heimsins mesti vandi sem er líklegur til borgarinnar. George W. Bush kemur og íbúa Vínarborgar býða nú lokanir á helstu götum, leyniskyttur á þaki Hofburg og einhver hundruð alvopnaðir her- og lögreglumenn. Á miðvikudaginn klukkan 17.00 hafa verið skipulögð mótmæli gegn Bush og hans athöfnum og hugmyndum innan Bandaríkjanna og utan þeirra. Mér sýnast þessi mótmæli vera skipulögð meðal annarrs af kommúnistum og örðum sem oftast væru líklegast vinsta megin við mig, eða nei þegar betur er að gáð eru það minnst 18 samtök sem taka þátt í þessu. En það er nú bara þannig að við verðum að standa saman - Svo ég mæti í það minnsta meðan að ekkert hættulegt er á ferðinni, en um leið og einhverjir fara að vera með læti þá fer ég í burtu, því ofbeldi er aldrei lausnin. Það er algjörlega tilgangslaust að lemja á bílum ókunnugra til að mótmæla morðæði Bush. Enda virðist það ekki vera á dagskránni og var heldur ekki svoleiðis þegar að leiðtogar EU og S-Ameríku hittust hérna um daginn.
Leyniþjónustumenn CIA hafa verið í nokkrar vikur í Vín að undirbúa allt fyrir komu Bush. En það hafa líka aktivistarnir gert og eiga núna heimasíðuna www.bushgohome.at
Ef þið viljið senda Bush kveðju skiljið hana þá eftir í kommentunum hjá mér og ég skal taka hana með mér í mótmælin og rétta honum hana ef ég kemst nægilega nálægt;) - það væri sem án vafa hættulegt.
Við ræddum um þetta 17.júní hátíð Íslendingafélagsins á laugardaginn og eftir að upplýsingarnar um hvar lokanirnar verða og hver áhrifin verða á íbúa Vínar, sagði einn: "Hver vill eiginlega fá svona gest?"
Ég las ævisögu Kennedy einu sinni og hann fór í velheppnaða Evrópureisu, þar sem hús, torg og fleira var nefnt eftir honum. Núna þar líklegast að flytja inn amerísk börn til að veifa fánum fyrir Bush.

ykkar mótmælandi,
Lalli

Engin ummæli: