mánudagur, júní 12, 2006

meinl's kaffespezialitäten

Ég hjólaði ekkert smá hratt áðan, það fór bíll framúr mér tvisvar en ég náði honum í bæði skiptin á ljósum og svo var ég langt á undan þegar ég kom að gatnamótunum. Stigið, glímið... Lalli vann!
-
Það sem mér hefur þótt skemmtilegast við byrjun HM er að litlu liðin eru að standa sig mjög vel, eins og Trinidad og Tóbak, Angóla og Fílabeinsströndin og líka bara Paragvæ og Ríka Strönd. Svo er bara að sjá hvort þetta haldi áfram, ég bíst nú varla við því að þau komist langt en það er bara svo skemmtilegt að sjá svona lið standa sig frábærlega, það gerir keppnina að hátíð.
-
Ég man eftir því að hafa fyrir nokkru síðan skrifað um hvernig oft væri talað um að stjórnmálaflokkar þeyttust frá hægri til vinsti eins og kantmenn á flakki. Í dag las ég pistil eftir Þorstein Pálsson þar sem hann sagði eitthvað á þá leið að Samfylkingin væri líklegast á leiðinni leiðinni aftur yfir til vinstri. Mér þykir þetta alveg jafn undarlegt og áður, að flokkar sem eru allir með fastar línur til að vinna eftir, hendist til og frá eftir hentisemi blaðamanna eða í þessu tilfelli frv. forsætisráðherra. Afhverju ætti það að teljast til tíðinda ef að flokkur sem að var stofnaður úr þremur félagshyggjuflokkum nái frá miðju og til vinstri. En jæja öll vitleysan er ekki eins og það er ef til vill eins gott að hún sé það ekki því að þá hefði ég ekkert til þess að "pirra" mig og nördast yfir. Afhverju er ég ekki bara Star wars nörd?

Lalli á hjóli

Engin ummæli: