þriðjudagur, júní 06, 2006

Bland

Mikið rosalega var gott að fá Hönnu og krakkana í heimsókn, krúttarakrakkarnir sáu um að halda uppi stuðinu í Vínarborg og gerðu það með sóma. Þeim fannst allt skemmtilegt, hvort sem það var að vera á róló eða á listasafni, frábærir gestir. Svo átti mamma afmæli í gær, hún eyddi afmælishelginni sinni í að gera garðinn tilbúinn fyrir sumarið, ég get ekki beðið eftir að eiga góða daga á pallinum í sumar.
-
Ég er ekki frá því að Framsóknarflokkurinn sé eitt undarlegasta stjórnmálafyrirbæri sem þekkist á byggðu bóli, svona fyrir utan rasistaflokka með bláeigða frambjóðendur sem kalla sig "echte Wiener". Svo benda þeir á Finn Ingólfsson sem bjargvætt sinn, ef þeir vilja endalega fá á sig ímynd lítillar og spilltrar valdaklíku þá er hann líkast til rétti maðurinn. Hann fældist frá pólitík vegna þess að þar var fylgst með því sem hann gerði og fór svo fyrir S-hópnum í bankasölubruðlinu, er það ekki einmitt það sem íslensk stjórnmál þurfa, hugsjónasnauðan peningastrák?
-
Ég er búinn að taka eftir kommentum á Samfylkingarsíðunni á Akureyri og það eru greinilega ekki allir sáttir við X-S og X-D bandalag í bæjarstjórn, aftur á móti held ég að það sé besti kosturinn, listi VG var einfaldlega ekki nógu vel mannaður til að vinna með honum, þó að Oddur hafi verið til í slaginn. Ég held að það hafi ekki strandað á Samfylkingunni að mynda meirihluta, VG voru bara ekki til í að gera málamiðlanir, sem er einmitt það sem meirihlutaviðræður snúast um.
-
Nóg um það, það er kalt í Vín en sumarið kemur aftur, svo er farið að styttast í að við komum heim. Ljúfa litla borg, það er nýja Indíánanafnið á Akureyri.

:Lalli

Engin ummæli: