laugardagur, júní 10, 2006

popp í poka

Hún Eyrún mín söng svo undursamlega fallega í gærkvöldi/nótt í Péturskirkjunni hérna í Vín, hún söng aríur úr Gloriu eftir Vivaldi með Stúlknakór Akureyrarkirkju og stóð sig Vá! svo vel. Þær gerðu það líka hinar stelpurnar og undir lokin risu viðstaddir á lappir og hlýddu á Lofsöng okkar Íslendinga og settust svo ekkert niður þegar lófatakið hófst. Kirkjan var þéttsetin og þegar Eyrún söng sá ég nokkra lygna aftur augunum með sælubros, en ég var of montinn til þess að geta leyft mér það:) Brosti bara og horfði á kristilega gullið og marmarann í kringum mig.
-
Blessað boltasparkið byrjað með öllum sínu, það byrjar bara býsna vel. Deutschararnir voru sprækir og núna í fyrri hálfleik hafa Fílabeinsstrendingar skemmt mér þrátt fyrir að vera 0-2 undir. Auðvitað er hægt að minnast á margt slæmt sem fylgir mótinu, ofbeldi, kynþáttahatur og þess háttar, en í dag fylgir þetta manninum verst er með þetta hórerí sem er á mönnum það er viðurstyggð. En seinni hálfleikur hefst vonbráðar...nó diggidí nó dát, pís jó æm át!
larus feiknaóði

Engin ummæli: