fimmtudagur, júní 22, 2006

war is not politiks

Bush kom og fór, greyið karlinn þurfti að stytta dvöl sína í Vín úr 3 dögum í 20 klst. vegna þess að hann var ekkert velkominn. Mótmælagangan var stór og fjölbreytt, þarna var fjölskyldufólk, fólk eins og við Eyrún og Jón, svo voru auðvitað pönkarar Vínarborgar á svæðinu, fjölmargir töffarar og a.m.k. fjórir strípalingar sem að marseruðu með okkur á sprellalingunum og með berann rassinn. Margir voru með fána og borða þar sem rituð voru slagorð gegn Bush & co, gegn heimsvalda- og nýlendustefnu, gegn mannréttindabrotum, friðarslagorð voru líka vinsæl og svo sáum við eina konu með bandarískt vegabréf á spjaldi þar sem stóð "þetta ætti að standa fyrir eitthvað betra". Leiðinlegast þótti mér að nokkrir bílar fóru með göngunni og sumir þeirra spiluðu tónlist alveg rosalega hátt "harðkjarna danstónlist", en það vil ég kalla þetta, ótrúlega hávaðasama og leiðinlega tónlist, þeir hefðu ekkert þurft að vera þarna. Margir sem að þarna voru mótmæltu eflaust öllu sem að þeir gátu mótmælt, svo voru auðvitað einhverjir sem að þurftu að þamba bjór alla gönguna sem að nýttu svo tækifærið við Hofburg við að gríta dósunum í vígbúna lögrelgumenn sem fylgdust með göngunni. En flestir voru þarna bara til þess að biðja um frið í þessum harða heimi. Við löbbuðum tvisvar nálægt hópum af múslimum sem að voru með Palestínskafánann og voru með skilti sem stóð á "hendurnar burt frá íran". Reyndar sáum við líka bandarísk hjón fylgjast með göngunni og ég heyrði konuna segja þegar hún tók mynd af vígalögrelgumönnunum "ná æ ken sjó þem bekk hóm, þat jú ver prípered". Einhverjir aðrið heyrðu líka í henni og buðu þeim hjónum að taka þátt í göngunni, ekki líkaði karlinum það sérstaklega og sagði "æ dónt marts in þiss pöþetik þeing".
En hvað sem því nú líður þá vorum við ánægð með okkar marseringu í hópi góðs fólks sem að vill ekki meira af stríði, blóðsúthellingum og örðum ófögnuði sem að nokkrum "stjórnmálamönnum" fylgir og við vorum þreytt og sveitt þegar við komum heim, en umfram allt ánægð með vel nýttan tíma.

lalli

Engin ummæli: