fimmtudagur, desember 07, 2006

Nýtt útlit og nýjir tímar

Það var kominn tími á að gera þetta blogg mitt fallegra, var það ekki? Mér fannst það í það minnsta svo ég breytti því og núna þykir mér það fínt. Efnistökin verða ennþá þau sömu, allt það sem hrærist inn í hausnum mínum og mér tekst að koma frá mér, svona næstum skiljanlega.
Bloggmenningin á Íslandi hefur tekið gríðarlegan kipp frá því að mbl.is bauð upp á blogg í tengslum við fréttirnar hjá sér og margir eiga þar mjög góðar síður og loksins virðist umræðan um þjóðmál geta farið fram á vefnum án þess að Egill Helga eða Össur þurfi að skrifa um eitthvað.
Ekki ætla ég að hengja mig aftan í Moggann til þess að ég komi mínum hugmyndum á framfæri, nei bandarísk stórfyrirtæki skal það vera!
--
Ingibjörg Sólrún benti á flís í auga Samfylkingarinnar í ræðu um helgina, auk þess sem að hún sýndi og sannaði að öflugasta stjórnmálastarf landsins fer fram í flokknum. Starfsmenn Timburverksmiðju ríksins voru ekki lengi að hefja hróp og köll um að Samfylkingin væri með flís, en gleymdu að líta sér nær og sjá bjálkana sem þvers og kruss liggja gegnum þau öll. Hæst glumdi samt í gömlu tunnunum sem notaðar voru til að brenna njósnaskjöl frá Sjálfstæðisflokknum, en bergmálið úr tómum sölum Framsóknar var síst minna. Það eru fimm mánuðir til stefnu, það er kominn tími til að við tökum á þessu Íhaldsfuskum. Sameinuð stöndum við sundruð föllum við!
-
Ég var svo að lesa það áðan að Whole Foods í Bandaríkjunum væru hætt að markaðsetja íslenska matvöru vegna hvalveiðibröltsins. Flott hjá ríkisstjórninni, skemma það sem íslensk fyrirtæki eru að vinna að, með því að drepa óætar skepnur.

Lalli

1 ummæli:

Heimir Björnsson sagði...

Sæll Lárus minn og þakka þér innilega fyrir ofurfallegt comment á lítilfjörlegri heimasíðu minni. Sérlega sakna ég ekki Austurríkis, af eðlilegum ástæðum, en þín sakna ég vissulega og það gerir Ísland vafalaust líka. Einatt þar sem þú ert mikil smekkmaður á skófatnað og fatnað almennt og prýðir því Ísland ágætlega og spúsa þín einnig. Einhvernstaðar var því gaukað að mér að ágætt væri betra en gott.
Bless í bili og ég hlakka ágætlega til þess að hitta þig og ykkur um jólin.