þriðjudagur, janúar 29, 2008

eigoobiguM

Fyrsta próf búið og fyrirlestur sama dag, hvort tveggja gekk vel - ég bullaði um Open Source og Póstfordisma í Arbeit am Ich og náði að skrifa góða ritgerð í Gesellschaftstheorien, kennarinn virtist líka ánægður með bókina sem ég valdi að skrifa ritdóm um "The Protestant Ethic and the Spirit of Capitalism" vonandi verður hann bara jafn ánægður með útkomuna.
-
Stundum þegar ég les blogg þá verð ég að kommenta á þau, hálfleiðinlegur kvilli en ég held að þetta sé frekar af því að mig langi að segja hæ yfir hafið frekar en að ég sé uppáþrengjandi mófó. Ég setti til dæmis tilgangslaust komment inn á síðuna hans Óla Sindra áðan. En hvað um það.
--
Ég er búinn að sniðganga mbl.is síðan eftir að borgarstjórnin féll ekki af fúlleika og svekkelsi heldur vegna þess að það er fáránlegt að sætta sig við svona umfjöllun. Der Standard sem að ég les hefur u.þ.b. 300.000 lesendur og er mjög svo kraftmikill og málefnalegur fjölmiðill. Ég bíst nú ekki við því að nokkur taki uppá því að starta nýju blaði núna, það væri eins og að framleiða Túbusjónvörp í massavís. Það væri samt mjög gott að fá kraftmikinn vefmiðil, sem kafar dýpra í málin en Eyjan - þó hún sé afbragð.
---

En í bili segi ég bless kex.
lalli

1 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Takk fyrir tilgangslausu kommentin. Þau ylja mér alltaf um hjartaræturnar.

Ég er ekki nógu duglegur sjálfur við tilgangslaus komment, en vona að þetta hér komi að einhverju gagni.

Óli Sindri

PS. Takk líka fyrir Bakþankaplöggið.