miðvikudagur, janúar 16, 2008

íslandistar

Ótrúlegt hvað maður eins og Egill Helgason, sem telur sig mjög gáfaðan og leikur sitt hlutverk eftir því getur verið þröngsýnn. Umræðan á síðunni hans um Íslam og hryðjuverk er undarleg í meira lagi, umræður hans og kolbeins í athugasemdakerfinu eru fróðlegar - í það minnsta til að átta sig á þeim takmörkunum og hömlum sem trufla þennan "áhrifamesta fréttaskýranda" landsins.
-
Annarrs er það helst að frétta frá Austurríki að Frjáslindir (FPÖ, die Soziale Nationalpartei (sic!)) í Graz reyndu að veiða atkvæði með því að benda á þá staðreynd, að þeirra mati, að Muhammed hafi verið m.a. barnaníðingur. Fyrir vikið er búið að hóta konunni sem þetta sagði, Susanne Winter, lífláti. Frekar mikil dramatík hjá bókstafstrúuðum Múslimum eins og svo oft áður, aðrir í Austurríki s.s. forsetinn og fleiri fordæma þetta harðlega og alvörublöð eins og Standard taka FPÖ fíflin í gegn í greinum. En "die Globale Islamische Medienfront" hótuðu einfaldlega að drepa hana. Ef að einn flokkur myndi taka íslenska innflytjendur fyrir og leggja okkur í einelti þá myndi ég sletta á þau skyri - er það ekki svipað á þeirra mælikvarða - við slettum skyri - þau drepa fífl (eða fólk sem þau telja vera fífl-fólk sem hefur samskipti við fífl osfrv)? Nei kanski er þetta ekkert líkt. En mér finnst samt gaman að sjá að íslendingar vilja greinilega vera með í alheimsumræðunni og ræða um hryðjuverkamenn eins og aðrir, þó þeir séu kanski ekkert á leiðinni á klakann.
--
Okkar vandamál á Íslandi eru oftar en ekki lúxus-vandamál, auðvitað mætti fjölmargt betur fara en þó er flest í lagi - eða kanski vinnum við bara svo mikið að við sjáum ekki vandamálin. En hvað um það maður myndi halda að þetta gæfi okkur forskot t.d. í umræðum um vandamál og málefni sem eru okkur fjarlæg eins og Íslam - við gætum tekið á þeim Theoriskt en ekki í upphrópana stíl a la Jörg Haider, sem að sá sér leik á borði og bætti við umræðuna í Austuríki í ræðu nýlega: "grüss gott" sagði hann, sem þýðir heilsaðu guði og fólk segir þetta í staðinn fyrir Góðan dag, má maður ekki ennþá segja Grüss gott? bætti hann við, þarf nokkuð að segja "Allah ist groS".
Við þurfum nefnilega að passa okkur að viðhalda umræðunni og þeir sem að hafa eitthvað til málanna að leggja verða að tala - það er stórhættulegt að láta fólk eins og Winter og Haider að ógleymdum H.C. Strake sjá um umræðuna.
---
Lesendur La Rusl hafa að sjálfsögðu mörgu við þessa umræðu, sem og aðrar, að bæta svo þið látið í ykkur heyra - annað er einfaldlega hættulegt.

Auf wiedersehen,
Lárus

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er skotinn í þér