föstudagur, janúar 25, 2008

Framhald frá í gær...

Í mogganum í dag stendur eitthvað á þessa leið:
"Þeir sem missa völdin geta verið ósáttir við þessa breytingu en þeir eiga engan annan kost en að kyngja breytingunni og leitast svo við að snúa henni við í næstu borgarstjórnarkosningum, sem fram fara eftir rúmlega tvö ár."

Bíddu nú við? Samkvæmt þessu hefðu Sjálfstæðismenn átt að "kyngja breytingunni og leitast svo við að að snúa henni..." Já, eins og ég sagði í gær þá er öll vitleysan eins.
-
En það er a.m.k eitt jákvætt við allt þetta rugl, í svona aðstæðum sjáum við íhaldið í sínu rétta ljósi - í ritstjórnargreinunum, í viðtölum og á heimasíðum sjálfstæðismanna koma þeir undan bleiku sauðagærunni og sína drulluskítugar krumlurnar. Ætli það séu ekki bara spennandi tímar framundan í íslenskri pólitík?
--
En það sem ég reyndi að koma frá mér í gær með Volksbegehren, en begehren þýðir að sækjast eftir, köllum það bara "Þjóðarsókn" þar sem þjóðin sækist eftir því að fá umfjöllunum um mál. Og það er eins og ég hélt, 100.000 manns þurfa að skrifa undir áskorunina, en eftir að tillagan er lögð með a.m.k. 8.000 staðfestum og trúverðugum undirskriftum sem er ca. 1 % íbúa Austurríkis, hefur sá hópur 10 taga til að fá 100.000 og þá fjallar Nationalrat/Þingið um málið. Frá 1964 til 2004 náðu 29 tillögur inn á þingið - í rúmlega helmingi tilfellanna voru það samt ekki borgararnir sjálfir heldur stjórnarandstöðuflokkarnir sem að lögðu tillögurnar fram og því voru þær felldar. Einnig þurfa tillögunar að vera settar fram tilbúinn texti sem stenst lög, sem að minnkar möguleikann á því að einhver vitleysa komsti inn. En möguleikinn er a.m.k. fyrir hendi, annað en heima.
---

lalli

Engin ummæli: