fimmtudagur, janúar 24, 2008

Öll vitleysan er eins...

Borgarstjórnarbrölltið í Reykjavín City er með undarlegri sýningum á pólitískuleiksviði Íslands í langan tíma - allt í senn harmleikur, gamanleikur og svo dramatísk sjúkarhússaga (sem má ekki tala um. Það eina sem vantar í þetta er spenna og þó það er jú spennandi að fylgjast með bullinu í mbl.is og þeim sem greinilega eru hægri sinnaðir bloggarar þar. Skrílslæti og afbökun á lýðræðinu heitir það að hrópa og kalla í ca. klukkutíma og labba svo sjálfur út!
-
Svo ég sleppi nú klisjum og týpísku tuði á íslenskan bloggmáta.
--
Nú hef ég ekki tíma til að leita að upplýsingum um rétt íslenskra borgara til að leggja fram tillögur á þingi. Í Austurríki geta borgararnir sjálfir með undirskriftarlista 100.000 manna af rúmlega 8. milljónum, en þá getur s.s. fólkið í landinu lagt fram tillögu um lög eða reglur sem þingið síðan fjallar um. Þetta væri e.t.v. eitthvað sem nytsamlegt væri á Íslandi núna.

lalli

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef þetta er væri á Íslandi þá gætu 3750 manns, miðað við að 1.25% íbúa þurfi að skrifa undir, komið með tillögur til laga. Heilu þorpin gætu tekið sig til og lagt þingið undir sig. Það væri snilld ef að Ísafjörður tæki sig til og drekkti alþingi með rugli, já eða selfoss.

Nafnlaus sagði...

Ef þetta er væri á Íslandi þá gætu 3750 manns, miðað við að 1.25% íbúa þurfi að skrifa undir, komið með tillögur til laga. Heilu þorpin gætu tekið sig til og lagt þingið undir sig. Það væri snilld ef að Ísafjörður tæki sig til og drekkti alþingi með rugli, já eða selfoss.

larush sagði...

ég leitaði reyndar að upplýsingum um þetta í flýti - reglurnar eru skýrari og það er ekki þannig að allt sé tekið beint upp - og sveitaþorp gætu kaffært alþingi með rugli... ég ætla að líta betur á þetta við tækifæri. En hugmyndin að fólkið sjálft geti sagt og gert eitthvað er auðvitað snjöll. Ég kíki á blaðsíðu 110 í Politik in Österreich eftir próf og þýði þessa reglu..