mánudagur, mars 24, 2008

ÓL 2008


Síðan hvenær hafa Ólympíuleikar ekki verið pólitískir? Íþróttir þar sem að stuðningsaðilar eru ríkustu fyrirtæki í heimi snúast ekki um að allir fái að vera með eða aðrar ungmenna félagshugsjónir. Á síðustu önn var ég í tíma sem hér "Macht Bewegung" Macht=vald og Bewegung=hreyfing s.s. bæði það að hreyfa sig og fjöldahreyfing. Áhugaverður kúrs sem að gaman væri að skoða bara út frá Ólypmíuleikum. (Á þessari önn er ég svo í öðrum sem að fjallar um fótbolta (risaveldissport valdsins). Þegar að stór íþróttahreyfing, með mikil völd, ákveður að veita stórundarlegu risaveldið þá ábyrgð að halda svona mót, með þeirri athygli sem því fylgir, þá verður hreyfingin bara að taka því. En ástandið í Kína lítur út fyrir að vera alvarlegra en hinn venjulegi fréttafíkill gerði sér grein fyrir og fleiri héruð en Tíbet eru á suðupunkti. Og á meðan að óháðir fjölmiðlar mega ekki segja okkur fréttir af því sem fram fer, þá er ekki nema von að við efumst um það sem fram fer.

Lalli

Engin ummæli: