fimmtudagur, mars 13, 2008

vændi, mansal, strípiklúbbar og kynlíf

Ég er einn af þeim sem að finnst frelsi fólks mikilvægt, hverjum finnst það ekki? Líkast til fáum. En þegar að við lendum í þeim aðstæðum að þurfa að vega og meta frelsi tveggja einstaklinga, þá verður málið oft flóknara. Dæmi sem að oft kemur upp er vændi - þar skarast frelsi karlmanna til að fá að ríða hvenær sem og frelsi stúlkna og kvenna að fá að lifa eðlilegu lífi og sá réttur að vera ekki fórnarlömb. Nú hlaupa eflaust margir upp til handa og fóta, hvað er Lalli að bulla núna. Telur hann sig svo merkilegan mann að hann geti ákveðið hvað sé eðlilegt líf? Og hvað þá heldur, þekkir Lalli sögu allra vændiskvenna heimsins og stimplar þær þar með fórnarlömb. Eins og ég sagði að ofan þá er þetta ekki svona einfalt. En ég met einfaldlega ofar rétt þessara kvenna en karlanna sem ekki fá á broddinn reglulega - vandamál þeirra er líkast til ekki fjöldi kvenna, sem eiga víst að vera u.þ.b. jafnmargar karlmönnum. Lausn á þeirra vandamáli er ekki búa til fórnarlamb úr annarri manneskju.
Vandamálið eru karlarnir, að líta á það sem sjáflsagðan hlut að 10 karlmenn sofi hjá einni og sömu konunni sama daginn - og halda því fram að hún sé bara nokkuð sátt með lífið, er einhver sú ömurlegasta tilraun til sjálfsblekkingar sem ég veit um. Fimmtíu karlmenn með bjór í krús sitja við langborð þar sem ung stúlka fer úr spjörunum og hristir brjóstin framan í þá í von um aur. Það að á 21.öldinni séum við ekki enn komin framar en þetta í samfélagslegri þróun er sorglegt. Enn og aftur liggur rót vandans hjá karlmönnunum. Svo má ekki gleyma því að margar af þessum konum eru beinlínis fluttar inn til þeirra landa sem þær vinna svo í, þær sem komast til ágætra staða eru heppnar. Aðrar sitja eftir fast t.d. á landamærum Þýskalands og Tékklands og búa þar við ömurlegar aðstæður. Svo er líka vinsælt hjá þeim sem verja mansal og áníðslu að benda á að það séu nú margir aðrir sem séu hnepptir í þrældóm - það bætir ekki bölið að benda á eitthvað annað. Sú staðreynd aldrei hafi áður veirð jafnmargir þrælar til í heiminum er skelfileg staðreynd. Lélegustu rökin sem ég hef heyrt hjá þeim sem að tala fyrir vændi, eru þau að nauðgunum fækki ef vændi sé leyft. Hvurslagst djöfuls-dólgar eru karlmenn eiginlega ef að þeir geta ekki hamið sig og skánar það eitthvað ef að við leyfum þeim að ríða hórum í stað þess að nauðga. Vandamálið, það er hálfvita skapur karlmanna, er ennþá til staðar. Það er eitthvað að karlmönnum ef þeir telja þetta eðlilegt, svo einfalt er það.
Þess vegna finnst mér ömurlegt að heyra í fólk, oft á tíðum gáfuðu fólk, sem er vel að sér, nota tíman sinn í jafn ógeðslegan hlut og réttlæta fyrir heiminum þjáningar fórnarlamba.
Það óskar enginn faðir eða móðir sér þess að barnið þess verðir hóra, það óskar enginn systursinn þess að hún dilli rassinum framan í fulla kalla í von um ölmusu. Ekkert barn óskar móður sinni þess að hún sofi hjá tugum karlmanna í viku.

Þeir sem ekki sjá heildarmyndina og halda því fram að þetta sé spurning um kynlíf tveggja einstaklinga á jafnvægis grundvelli, eru á villigötum. Kynlíf þeirra sem báðir koma að borðinu/rúminu (eða hvar sem það nú fer fram) er falleg og yndislegt - þetta er ekki spurning um að borga. Þetta er spurning um virðingu fyrir öllum manneskjum.

Lalli

3 ummæli:

Óli Sindri sagði...

Þarna er margt satt og rétt. Hins vegar finnst mér mikilvægt að skilja á milli athafnarinnar (að þiggja þóknun fyrir kynlíf) og þeirra samfélagslegu aðstæðna sem sá iðnaður hefur skapað. "Frelsi karlmanna til að ríða" annars vegar og "frelsi kvenna til að vera ekki fórnarlömb" hins vegar, er að ég held ekki rétt greining á viðfangsefninu. Það heldur því enginn (vona ég) fram að kynlífsiðnaðurinn sé fallegur eða göfugur. Það er hins vegar ákveðin rökvilla að ef A+B=C þá sé A=C. Sem sagt að ef vændi og iðnaðurinn í kringum það eru slæmir hlutir í sameiningu (sem þeir eru) þá sé vændi sjálfkrafa óréttlætanlegt.

Svo er hins vegar annað mál að við getum sem samfélag ákveðið að eina leiðin til að losna við B og C sé að banna A, á svipaðan hátt og við teljum félagslegar afleiðingar þess að fólk neyti eiturlyfja það slæmar að rétt sé að hefta frelsi einstaklingsins til að neyta þeirra. Þetta eru að mörgu leyti keimlík mál og bæði þarf að ræða nokkuð rökvisst og án upp- og úthrópana.

Þú horfir líka framhjá því að þó mikill meirihluti þeirra sem selja sig séu konur, þá fyrirfinnast karlar líka í þeirri iðju. Ég lít á réttinn til að selja sig mun frekar sem mannréttinda- og siðferðisumræðu en jafnréttisumræðu. Afleiðingarnar sem við sjáum í kringum okkur eru hins vegar vissulega jafnréttismál. Og þá færa einhverjir rök fyrir því að ekki sé hægt að skilja þar á milli. Ég er ekki viss um að ég sé sammála.

Getum við komist að þeirri niðurstöðu að það sé fullkominn réttur einstaklings að "niðurlægja" sjálfan sig hvernig sem hann vill (hvort sem það er með vændi, eiturlyfjaneyslu eða því að taka laglaus þátt í Eurovision), en samt banna honum það í ljósi víðtækra áhrifa á samfélagið í heild? Að sjálfsögðu. En það þýðir ekki að niðurlægingin sem slík sé óréttlætanleg eða röng, heldur einungis að afleiðingar hennar í þessari útfærslu séu samfélaginu ekki til góða. Réttur heildarinnar framyfir rétt einstaklingsins.

Ég tala hvorki með eða á móti vændi sem slíku. Mér finnst bara eðlilegt að umræðan sé á öðrum nótum en verið hefur.

Og nú má kalla mig virðingarlausa karlrembu sem sér ekki heildarmyndina.

larush sagði...

Ok, lítið mál að viðurkenna að rökvillan A+B=C - A=C sé sönn. Það sem ég vildi segja, í gegnum það, var fyrst og fremst að, að mínu mati, við getum ekki skilið vændi frá vændisiðnaði, rétt eins og afleiðingar eiturlyfja frá lyfjunum sem afleiðingunum valda.

Seinasti punkturinn þinn er svo mjög góður, um hagsmuni heildarinnar. Hvaða breytni stuðlar að mestri hamingju allra sem að hún hefur áhrif á. Þessvegna kalla ég þig ekki virðingarlausa karlrembu, þó þú sért að hluta til á annarri skoðun - sú breytni mín stuðlaði hvorki að hamingjusamari Lalla né Óla.

Nafnlaus sagði...

Það sem hinsvegar skiptir máli er ekki að banna vændi heldur þarf að laga hugsunarhátt og siðferðiskennd karlmanna.

Það eru til karlhórur en ég er nokkuð sjúr í því að fullyrða það að þeir séu nokkuð mörgum prósentum færri en kvenhórur. Ef við konur getum upp til hópa séð okkur fært um að sleppa því að fara á strippstað eða kaupa okkur drátt þá get ég ekki séð hvers vegna það er svona nauðsynlegt fyrir karlmenn. Hvernig væri nú að fara bara heim og knúsa konurnar ykkar?

Eyrún