föstudagur, mars 07, 2008

við eigum þennan heim

Ég er ekki alltaf sammála Björk, stundum bullar hún bara. En það að segja Tíbet, Tíbet, Tíbet á tónleikum í Kína var einfaldlega frábært og hugrakt. Tónlistin hennar er að mínu mati frábær og nær yfir rosalega breytt svið, allt frá mestu rólegheitum og til rafpönks af bestu gerð.
Ég er búinn að vera að lesa mér svolítið meira til um Tíbet á netinu, eftir að hún sagði þetta fimm stafa orð. Saga Tíbet frá 1949 er ótrúlega sorgleg og í rauninni fáránlegt að þetta risaríki níðist á friðsælu munka-fjallahéraði. En það er líka eitt sem Björk kennir okkur, alltaf þegar við heyrum "Kína" - hugsum þá Tíbet, Torg hins himneska friðar og Falun Gong. Falun Gong eru eltir uppi, myrtir og líffærin úr þeim notuð. Þegar við heyrum "Rússland" - hugsum þá um Téténíu, ofbeldi gegn minnihlutahópum, ekkert lýðræði. Við erum nú þegar, eða öllu heldur, Bandaríkin eru nú þegar búin að skilyrða sig svona í hugum flestra. Það er ekki hægt að segja flottir skór ("made in China")eða hrósa Kínverjum fyrir frábæran hagvöxt og fussa svo yfir því að aldrei hafa fleiri þrælar verið til í heiminum.
Í dag á sama tíma og menntunarstig fólks útum allan heim hækkar og hækkar, þá hækkar hlutfall fólks sem eru þrælar líka!
En hvað um það, getum við nokkuð gert?
Jú auðvitað látið ekki eins og fokking hálfvitar, auðvitað getum við allt gert. T.d. bara að segja lítið fimm stafa orð "Tíbet". Eða þriggja stafa orð "NEI" og bæta við þetta gengur ekki lengur.
Betri heimur er mögulegur!
--
Viðauki: Teng Biao, kínverskur lögfræðingur sem að barist hefur fyrir mannréttindum í Kína t.d. Falun Gong og gagnrýnt framkvæmd og undirbúning Ólympíuleikanna í sumar, hefur horfið sporlaust. Áður hafði hann verið aðvaraður að láta af gagnrýni sinni og framkomu í fjölmiðlum.
-
Lalli

Engin ummæli: