mánudagur, mars 24, 2008

Sérhagsmunir-hverhagsmunir

Í páskafríinu er ég ekki búinn að lesa mikið, verð því greinilega að taka mig á í þessari viku. Við Eyrún erum aðallega búin að krúttast hérna tvö í Vínarborg, fórum út að borða og í bíó á laugardaginn, sáum Dan in Real Life og okkur þótti hún afbragð. Í gær elduðum við svo ungverska ali-gæs, með fyllingu, brúnuðum kartöflum og alles, okkur þótti hún einnig vera afbragð. Enda erum við afbragðskokkar.
-
Það sem ég er búinn að vera að lesa, þetta litla smá, eru upplýsingar um Ísland og Evrópusambandið. Þetta eru "Mótum eigin framtíð" sem að SI (Samtök iðnaðarins) gaf út á Iðnþinginu og svo "Hvað með Evruna?". Í bæklingnum frá SI eru öll helst málin tekin fyrir, eitt af öðru og rætt við annað hvort sérfræðinga eða ráðamenn ESB og stundum er rætt við hvoru tveggja. Það skín eiginlega í gegn í hverju einasta máli að hagsmunir heildarinnar liggja á ESB en stundum er sérhagsmunum betur borgið utan þess. En oftast eru til fordæmi sem hægt væri að fylgja til að koma til móts við sérhagsmunina. Ísland liggur t.d. allt norðar en 62 breiddargráða, svo að landbúnaður hér telst heimskautalandbúnaður og á því rétt á meiri styrkjum en annar landbúnaður. Þetta kæmi sér vel fyrir sauðfjárbændur, mjólkurframleiðendur og fleiri í dæmigerðum landbúnaði en ekki fyrir kjúkklingrækt og svínabú. Varðandi fiskveiðar þá hafa þær þjóðir sem að reiða sig mikið á fiskveiðar eins og Malta fengið undanþágur. Reyndar tel ég líklegra að íslenskir útgerðarmenn muni sækja á mið evrópumanna frekar en þeir komi hingað. Það er nefnilega þannig að ef einhver fær að veiða hjá okkur, þá fáum við líka að veiða hjá þeim. En svo eru það auðvitað ekki hagsmunir heildarinnar (ESB) að taka undirstöðu atvinnuveg úr löndum sambandsins. Það er ekki í hag ESB að fá óánægt Ísland inn í sinn hóp og það er eiginlega líklegra að Íslendingar hafi mikið um fiskveiðistjórnun ESB að segja en að einhverjir sem enga reynslu hafa af fiskveiðum stjórni okkar hafsvæði. Íslenskir útvegsmenn hafa ekkert að hræðast, ef þeir halda rétt á spilunum verður allt þeim í hag.
Svo myndi dæmigerð fjögura manna fjölskylda spara 1,7 milljónir í vaxtagreiðslur ef að við værum í ESB, verða á nauðsynjavörum lækka og markaðir opnast fyrir Íslendinga.
Það er svolítið fyndindið að vera líka á móti því að ræða við ESB, allt í lagi að finnast eitthvað vera að Sambandinu eða eftir á að vera á móti samninginum - en að vera á móti því að tala við ESB? Það bara skil ég ekki. En ég held áfram að lesa mér til um þetta í dag.

Svo er svo helvíti fínt að búa í ESB.
Lalli

Engin ummæli: