mánudagur, janúar 16, 2006

Bærinn minn, bærinn minn og þinn


Mér finnst skemmtilegt að horfa á bæinn minn úr fjarlægð núna. Þegar maður er orðinn vanur einhverjum ákveðnum rythma í lífinu og vanur umhverfinu, þá þarf oft nýja stöðu og sjónarhorn. Í það minnsta þegar allt sem maður gerir er gert í þeim tilgangi að þroska sjálfan sig. Um jólin tókum við Eyrún eftir því hvað Akureyri er lítil og þægileg. Stundum þegar maður er þar virðist bærinn ekkert minni en aðrar borgir. Svo áttaði ég mig t.d. á því um daginn að þegar maður býr á Akureyri og fylgist með þá veit maður oftast um allt sem er á dagskránni. Hvaða listaviðburðir eru á dagskrá, á móti hverjum hver keppir í íþróttum og svo framvegis. Hérna er ekki möguleiki að fylgjast með þessu, það er svo margt hægt að sjá. Þetta finnst mér samt þægilegt við Akureyri, en um leið þvingandi, maður veit afþví ef maður missir af einhverju.
Annað sem maður tekur eftir úr fjarlægð. Það eru skrítnir hlutir, eins og þörfin fyrir því að grafa sýki inn á göngugötuna þegar að ekki er hugsað nægilega vel um eldri borgara og leiksskólabörn. Undarlegt almenningssamgöngukerfi sem virðist fara útum allt en samt svo hægt að enginn notar það, líkast til er það sniðið að þörfum of fárra. Svo er fólk líka meðvitað um samborgara sína og tekur hiklaust eftir breytingum sem verða á þeim. Stundum hefur mér þótt þetta vera leiðinlegt, líklegast vegna þess að ég horfði um og of á þann þátt sem snýr að því hvernig fólk breytir sér og reynir að falla að ákveðnum hópi. En þrátt fyrir það þá má líka líta á þetta sem öryggisnet samfélagsins, pínulítið súrt en samt... Ef einhver er andfélagslegur, þá taka allir eftir því, kanski skiptir það engu máli en svo gæti líka eitthvað verið að, þá eru líkur á því að hjálp berist.

Nóg komið af rausi, mikið bulla ég mikið...
Lárus Geimapi

Engin ummæli: