föstudagur, janúar 20, 2006

Eins og fjöður fjaður penna, orðin ljúf úr huga renna

Ég hugsa leiðinlega mikið um pólitík, stundum stend ég sjálfan mig að því að hugsa: "nei, kommon hættu þessu og hugsaðu um eitthvað annað, auli!" Sjáið hvernig ég er, ég get ekki einu sinni kallað mig eitthvað annað en aula, þegar ég er óánægður með mig. Síðan hugsa ég um að fara í Óperuna á morgun, en fyrst verð ég að lesa svolítið í Öxin og jörðin (til að kynna mér pólitík siðaskiptanna) og læra þýsku svo ég komist inn Politikalwissencraft í UniWien. Á kvöldin svekki ég mig svo með því að ég veit ekkert hvað ég á að gera við þessa "vitneskju" sem er ekkert merkileg því hún stendur hvort sem er allstaðar.
Ég segi sárasjaldin "fokkin" eða tala við einhvern um hressilegu tónlistina sem ég var að heyra í fyrsta skipti. Einna helst væri að ég talaði um bækur en þá oftar en ekki bækur sem sá sem ég tala við hefur ekki lesið og því varla hægt að halda áfram með þá langloku...

Kanski verð ég svo ótrúlega hress og kátur þegar ég verð stór, en ég þarf að snú einhverju við í hausnum á mér þangað til svo ég skapi eitthvað. Helvítis stöðnunarstöðuleikastandlegkeit!

Ahhhah nú veit ég..
bless
Lárus Heiðar Ásgeirsson
(p.s. næst skrifa ég um pólitík, ég "fokkin" lofa)

Engin ummæli: