sunnudagur, janúar 29, 2006

krukkuhaus

Við vorum að koma úr bíó... byrjum á byrjuninni:
Í gær fengum við okkur pizzu og vorum heima og horfðum á sjónvapið. Þegar við vöknuðum í morgun fórum við svo í Badminton, ég var örlítið skárri í þetta skiptið og veitti Eyrúnu örlitla keppni. Eyrún ákvað svo að baka vöfflur og við buðum Jóni og Pétri að maula þær með okkur, enda bakar Eyrún alltaf 16 vöfflu-uppskrift;) Í kvöldmat (sem var stuttu seinna) elduðum við svínalund skorna í "medalíur" ég kryddaði þær með salti, pipar, dijon sinnepi og sólblómahunangi. Eftir sunnudagssteikina fórum við svo í bíó.
Myndin sem varð fyrir valinu var "Jarhead", hún segir sögu byggða á bók bandarísks hermanns sem tók þátt í Eyðimerkurstormi. Hún sýnir vel þá firringu, vitleysu og þann heilaþvott sem á sér stað hjá bandaríska hernum. Umfram allt sýnir hún stráka sem hent er út í stríð sem þeir skilja ekki.. og þó umfram allt sýnir hún bandaríska hermenn og gerir engar hetjur úr þeim. Við fórum á myndina í Hydin Cinema, sem sýnir myndirnar á ensku. Það gerir það að verkum að auk Íslendinga eru aðrir enskumælandi íbúar þessa heims þ.m.t. Bandaríkjamenn. Ég veit ekki hvort fólkið sem var fyrir ofan okkur tengdist bandaríkjaher, en ég einhvern vegin hafði það á tilfinningunni. Þau fögnuðu atriðum í myndinni nánast eins og hermennirnir í henni fagna atriðum í stríðsmyndunum sem notaðar voru til að æsa þá upp. Þau hlógu að sorglegum atriðum, þar sem ég velti fyrir mér spurningum um hvort heimurinn ætti einhvern tíma eftir að verða "góður". Þessi mynd skildi eiginlega meira eftir í mér en margar aðrar stríðsmyndir, ekki vegna hryllings eða brálaðs áróðurs með eða á móti stríðum. Heldur vegna þess að hún fygldi eftir gaur sem að skildi ekki hvað hann var að gera, en samt gerði hann það. Samt hefði verið hægt að gera betri mynd, en hvað um það hún var nú einu sinni framleidd í Hollywood!
Jæja best að sleppa því dæma Bandaríkjamenn hérna..... frekar fer ég að sofa

p.s. svo væri líka gagnlegra að hjálpa þeim en að dæma

lalli

Engin ummæli: