mánudagur, janúar 23, 2006

psst! hei þú.. pssst!


Elsku Ásgeir Snær, til hamingju með afmælið!
---
Þegar ég fór út í morgun bjóst ég allt eins við því að sjá hunda með frosnar bunur fasta upp við ljósastaura. Þess í stað sá ég risastórann Rottweiler urra og gelta og stökkva að fólki! Sem betur fer var hann í ól og með beisskorb, svona þétt utan um bjarnarkjaftinn svo hann bíti ekki fólk. Það er langt síðan ég hef séð alvöru hund, s.s. ekki hund á stærð við gamla farsíma eða skó, sem ég hef ekki viljað hafa "samskipti" við. En ég færði mig frá þessu óargardýri í morgun.
Aftur að því sem ég nefndi í upphafi frásagnarinnar af óargar-risa-villi-bjarnskepnunni. Ég bjóst við því að sjá hunda með frost bunur vegna þess að í morgun voru ekki nema -16°c og eftirmiðdaginn voru þær -13°c. Oft tölum við Íslendingar um hvernig við klæðum okkur ekki eftir veðri, hérna er þetta alveg eins, fólk hríslast um milli sporvagna húfulaust og íklætt leðurjökkum. Það er ótrúlegt að fólk vilji frekar vera með gel í hárinu heldur en hlýtt! Það mætti meira að segja gera hvort tveggja, vera með húfu og taka gelið með ef fólk er á annað borð að fara eitthvert merkilegt.

Nýr liður á la-rusl:
Getraun dagsins mun ekki koma daglega, heldur bara þegar mér sýnist:
Hei, má maður safna bunum!
Hver sagði þetta?

Lalli

Engin ummæli: