miðvikudagur, janúar 11, 2006

Fyrir ofan arð og neðan

Ísland logaði í illdeilum yfir hátíðarnar, allt ætlaði í háaloft og menn rifust og skömmuðust, í það minnsta í hausnum mínum. Ég kom mér í skemmtilegt stjórnmálalega þenkjandi stuð og það voru íslenskir auðmenn (FL group) og Einar Olgeirsson sem komu mér í það, ásamt álsölunum og rafmangssugunum sem héldu umhverfisverndartónleika í Höllinni.
En ég ætla að leyfa þeim pælingum mínum að bíða annarra tíma.
--
Ég sótti um í síðasta þýskunámskeiðinu sem ég þarf að taka áður en ég fer í háskóla í dag og borga það á morgun, því líkur léttir! ég er hress með það:)

Lalli kominn til Vínar

Engin ummæli: