mánudagur, febrúar 06, 2006

skil ég?

Við komum heim frá Essen í dag, við lögðum af stað í leiðangur síðast liðinn miðvikudag og vorum í góðu yfirlæti hjá Hönnu, Dóra, Maju og Torfa.
--
Ég gæti skrifað svo mikið um uppákomur tengdar myndbirtingu af Múhamed og múgæsingum í kjölfarið. Undarlegt mál allt saman, myndirnar af Múhamed eru allar nema ein í lagi, það sem sú með spengjutúrbaninum. Hún var gerð til að kalla fram ákveðin viðbrögð. Ég skil það að hún hafi farið fyrir brjóstið á vestrænum múslimum og auðvitað líka örðum. En þeir hefðu ekki brjálast núna nema vegna þess að þessi skilaboð voru færð til þeirra, ásamt slatta af dönskum og norskum fánum. Hvar fá þeir fánana sem að þeir brenna? Svo sá ég heimasíðu í dag sem að sýnir myndir af Múhamed og fyrstu myndirnar eru frá því á 9. öld og síðan margar frá miðöldum og ennfleiri frá síðustu öld. Egill Helgason er búinn að vera duglegur að skrifa um þetta á Silfri Egils, svo kom mjög góð grein eftir Guðmund Andra Thorson í Fréttablaðinu í dag.
Afhverju getum við ekki lifað í friði? Afhverju getum við ekki tekið tillit til annarra skoðana? Afhverju þarf að brenna sendiráð til að mótmæla?

heimurinn? skil hann varla...

lalli auli

Engin ummæli: