sunnudagur, febrúar 19, 2006

harðfsikur og þýskupróf

Ég er að hugsa um að skrifa enn einu sinni um Jótlandspóstinn og myndirnar. Það hjálpar mér að koma böndum á óreiðuna í hausnum á mér. Nema hvað að ég ætla ekki að skrifa um myndirnar og tjáningarfrelsið, heldur ætla ég að skrifa um það sem skiptir miklu meira máli, aðstæður þeirra sem flytja til Evrópu og lýta ekki út fyrir að vera innfæddir. Ég er útlendingur núna og ég geri ýmislegt til þess að aðlaga mig að umhverfinu, en það er ótrúlega einfalt fyrir mig. Samt sem áður á ég marga íslenska vini hérna, en sárafáa austurríska, reyndar er ég bara ennþá í þýskunámskeiði og því er það ekki undarlegt að þar séu ekki innfæddir. En ég fæ mér kaffi á kaffihúsum Vínarborgar, hugsa meira um klassíska tónlist og fylgist með skíðköppum stundum og stundum. Þrátt fyrir þetta þá tek ég þátt í íslenskum hlutum, t.d. fórum við Eyrún til kunningja okkar í gær í Evróvisíonteiti og næstu helgi höldum við Íslendingarnir hérna þorrablótið okkar. Til að lengja þetta ekki frekar, þá höldum við hópinn að einhverju leyti og styðjum hvert annað, samt tölum við öll þýsku og eigum í litlum vandræðum við að skilja og átta okkur á því sem fram fer í borginni og landinu.
Þeir sem að koma frá Tyrklandi eða Írak, nú eða Afríku eiga líkast til ekki jafn auðvelt með að samlagast umhverfinu. Ef að þeir ákveða svo að gera sér glaðan dag saman er menningin þeirra oftar en ekki algjörlega frábrugðin því sem venjulega tíðkast hér. En auðvitað er það ekkert vandamál, vandamálið er að siðir og venjur úr þeirra löndum stangast stundum á við það sem við teljum siðsamlegt og eðlilegt. Framkoma þeirra við konur og réttindi borgaranna eru mér til dæmis þyrnir í augum, kanski verður þessi þyrnir svo að bjálka svo ég sé ekki hrokann og mistökin sem við Evrópubúar höfum auðvitað verið uppvísir af. Hvað um það, vandamálið er auðvitað ekki að evrópskir fjölmiðlar birti myndir af Múhammed, engan vegin er vandamálið heldur að evrópskar vörur séu sniðgengnar í kjölfarið. Það er réttur þeirra að kjósa ekki að versla við Evrópumenn ef þeir vilja það. Vandamálið er það að Evrópumenn ögra og þeir ögra á móti, það hefði t.d. verið einfalt mál að boða til fundar fyrir nokkrum vikum þar sá í hvað stefndi og ræða saman. Auðvitað hefur verið fundað um þetta mál, en skilningsleysið á báða bóga er óþolandi. Það að ekki megi teikna Múhammed skiptir nákvæmlega engu máli, þegar að mannréttindi eru brotin útum allan heim og þjóðernissinnar sækja í sig veðrið og kveikt er í sendiráðum, má einfaldlega ekki gleyma sér í smáatriðum. Við gætum verið að snúa okkur að mikilvægari hlutum, t.d. fá samviksufanga lausa úr haldi í mið-austurlöndum og víðar, loka Guantanamo pyntingarstöðinni og reyna aftur og áfram að stilla til friðar í Palestínu.

Lifið í lukku
lalli

Engin ummæli: