fimmtudagur, febrúar 16, 2006

kvakk-kvakk

Þá ertu hingað kominn heimsins nýi fjandi, mikið hefur verið rætt um komu þína og núna má ég ekki lengur klappa dauðum svönum. Heimur versandi fer.

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá ykkur að fuglaflesan er komin til Austurríkis, ekki mér heldur. Svo var ég að kíkja á austurríksarfréttir á netinu og hvað haldið þið? - Hinir haukfránu liðsmenn CIA vara við sellu hryðjuverkamanna í nágreni Vínarborgar. Bush er væntanlegur hingað 21. júní og verður á þeim tíma að funda með forrystufólki ESB, ætli það sé ekki best að taka svoleiðist dag frá til að skreppa út úr borginni, þó mest vildi maður öskra nokkur vel valin ókvæðisorð að öfgamanninum, já og líka hinum öfgamönnunum. Ætli ég standi ekki bara á milli og skammi báða aðila! Ég myndi nota orð eins og amman í Jóni Oddi og Jóni Bjarna notaði, eða í það minnsta kosti sama tón. - Þið ættuð að skammast ykkar! Gera gamlar konur dauðhræddar.
--
En er þetta ekki alltaf svona? Á sjöunda áratugnum var endalaust verið að leita að Bader-Meinhof og Rauðar-Herdeildir herjuðu á menn og mýs. Hét flensan sem þá átti að drepa heiminn Asíu flensa? Eitthvað svoleiðis. Heimurinn fer líklegast ekkert versandi hann er bara vondur...
(úff þetta var einum of neikvætt: sagði engillinn á öxlinni. Nei, þetta var flott!: hrópar púkinn)

Ætli svarið við þessum hlutum sé ekki bara gullni meðal vegurinn, róttækni snýr öllu á hvolf. Reyndar las ég í Die Zeit um daginn að nákvælega þetta gæti orðið vestrænni menningu erfitt á næstu árum. Það vantar stundum broddinn í hugmyndirnar, kanski allar nema hugmyndina um að græða peninga.

Ég læt þetta duga í bili,
Lárush

Engin ummæli: