mánudagur, febrúar 13, 2006

tilfærslur

Stundum heyrir maður af því að stjórnmálaflokkar séu að færast til hægri eða til vinstri og auðvitað líka yfir á miðjuna. Í dag sagði til dæmis oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn að Samfylkingin væri að færa sig yfir til vinstri og því væru í uppsiglingu átök milli VG og XS. Í næstu viku bruna líklega Frjálslyndir framhjá hægri anarkista beygjunni og færa sig yfir á miðjuna á meðan að Framsókn svífur um á kommúnísku töfrateppi en millilendir, heldur stuttlega þó, á Íslamistabraut númer 4.
Mér hefur alltaf þótt þetta undarlegt tal að flokkar færi sig frá hægri og vinstri sitt á hvað, sjaldast eru það stuðningsmenn tiltekins flokks sem segja frá þessu. Þvert á móti, það eru andstæðingarnir sem láta hafa þetta eftir sér. Við brotthvaf Davíðs hentist Sjálfstæðisflokkurinn frá hægri til vinstri, líklegast segja menn það þar sem núverandi formaður Sjálfstæðismanna tjáir sig ekki að neinu leyti um málin, leyfir þeim bara að sigla. Þá virðist mörgum sem þeir séu nær miðjunni. Það er einmitt málið. Ef það er verið að fjalla um kjör aldraðra og allir vilja þeim vel, eru þar af leiðandi þá allir orðnir félagshyggjumenn? Nei, ekki er það nú svo. Málefnin sem verið er að ræða um skipta þar ekki öllu, stenfa flokkanna og heildarvinna ræður auðvitað meiru um hvar flokkarnir standa. Og þar breytist venjulega lítið, vegna þess að þeir fylgja ákveðnum stefnum, það er ekki fyrr en þeim er breytt að flokkarnir færast til hægri og vinstri.

Jæja lifið heil í baráttunni,
Lalli von Wien

Engin ummæli: