þriðjudagur, febrúar 28, 2006

:( ?

Ég er þreyttur, fúll og töluvert pirraður núna. Ahverju? Jú, síðustu tvo daga er ég búinn að bíða í röð í tvo klukkutíma í senn og bíða eftir að fá að tala við pirraðan starfsmann UniWien. Um daginn söng ég "ég er frjáls", en núna langar mig mesta að hverfa ofnan í iður jarðar og koma til baka með brennandi heita kviku og gefa gaurnum á bak við ljótu hurðina að borða. - Nei ætli það ekki, það væri fulllangt gengið.
En í gær gat hann ekkert gert fyrir mig vegna þess að ég var með frumrit af gögnunum sem sanna þýskukunnáttu mína og í dag tók hann við ljósriti af þeim en sagði að ég þyrfti að bíða í 3 vikur eftir að fá að vita eitthvað meira. Samkvæmt öllum mínum upplýsingum byrjar skólinn eftir næstu helgi! Ég var ítrekað búinn að fara og tala við "student point" í skólanum og spyrja hvort ég gæti gert eitthvað fyrr en ég væri kominn með F3-útskrif, nei var svarið. Og ég heyrði það rétt, Eyrún er vitni, og svo fékk ég líka 10 í hlustun á helvítisprófinu...

Kanksi fer ég bara aftur á morgun og bíð í röðinni, mæti kanski fyrr, ekki 20 mínútum fyrir opnum heldur klukkutíma. Ég efast stórlega um að Universtität Wien sé einn af 100 bestu háskólum í heimi, en ef hann er þar þá er það ekki vegna þjóunustu við nýnema!

Engin ummæli: