sunnudagur, febrúar 26, 2006

þorrablót

Gærdagurinn var góður, ég vaknaði snemma og las Morgunblaðið og Fréttablaðið og svo fórum við Eyrún í Badminton. Ég stóð mig betur en í hin skiptin en á ennþá langt í land með að fullkomna hæfnina og ógna Eyrúnu eitthvað að ráði í keppninni um "Hinn ógnar mikilvæga titil milli Lalla og Eyrúnar í Badmintonkeppni sem ekki er til".

Um kvöldið var síðan haldið á Þorrablótið, þar var sungið, helgið, drukkið, spjallað og síðast en ekki sýst þá var etið. Ekki voru trogin tómleg, heldur svignðu borðin af íslenskum kræsingum: rúgbrauð, flatkökur, síld, reyktur lax, harðfiskur, slátur, hákarl, hrútspungar, lundabaggar, hangikjöt, rófustappa, svið, sviðasulta, kartölfur í uppstúf og íslenskt smjör. Ég tók bara nokkuð vel á því í átinu og skemmti mér hið besta. Við Eyrún löbbuðum heim þegar okkur þótti nóg komið og það verður að teljast afar vel til fundið hjá okkur, enda ekki til betri aðferð til að jafna sig á bjór og brennivíni en að labba í örlitlum kulda og spjalla saman. Svo eigum við inni í ískáp smá nesti sem við tókum með okkur, 2 kjamma og pínu lítið smjör:)

Mér þótti skemmtilegt að hitta marga íslendinga sem ég hafði ekki áður hitt, auðvitað var líka gaman að hitta hina, það er ekki eins og maður hitt þetta fólk á hverjum degi.

Á morgun fer ég svo í háskólann og skrái mig, vonandi gengur allt vel í því...

lalli kjammi

Engin ummæli: