fimmtudagur, mars 09, 2006

bókasafnsferðir


Ég er að hugsa um að stofna ferðaþjónustu fyrirtæki sem sérhæfir sig í bókasafnsferðum milli landa. Þá geta bókaormar allra landa sameinast og farið í hópferðir milli landa og safna.
Mér datt þetta í hug í dag eftir að hafa farið á stærsta bókasafn sem ég hef kom í og varð hissa á úrvalinu. Þar voru ýmsar bækur sem ég gæti hugsað mér að lesa, ég tók með mér heim bók um stjórnmál í Austurríki. Hún gæti komið sér vel ef ég kemst í háskólann, en ef ég kemst ekki í hann, þá les ég bara endalaust á þessu safni og finn mér vinnu og........ NEI! lalli þetta má ekki segja, því ég fer í þennan bölde háskóla. Og vitið þið hvað ég ætla að vera jafn ánægður með háskólann og ég var mað seðilinn hans Jóns!

Lalli

Engin ummæli: