fimmtudagur, mars 30, 2006

röð

Enn einn daginn byrjaði ég á því að fara í Ölweingasse og athuga hvort mér hefði borist bréf, og hvað haldið þið? Auðvitað barst mér ekki bréf frekar en liðsforingjanum hans Marquez. En ég var búinn að segja sjálfum mér það að ef ég ekkert bréf hefði borist, þá færi ég bara niður eftir og heimtaði að fara í skólann. Ég mætti tveimur klukkutímum áður en tekið yrði á móti umsækendum, það tyggði mér pláss fremst í röðinni. Ég þurfti reyndar að reka nokkra tyrkneska raðartroðara aftur fyrir mig áður en hurðin opnaðist en ekkert mannfall varð samt við það. Þegar ég kom inn sagðist ég fyrst þurfa að breyta heimilsfanginu mínu og gaf upp bearbeitungsnummer-ið mitt og viti menn, herramaðurinn bak við borðið sagði að þeir væru búnir að svara umsókninni minni og sent svarið á Klettaborg 9. Jæja, svarið var jákvætt og því er ég búinn með þessa raða vitleysu í bili. OG ÉG ER KOMINN INN Í HÁSKÓLANN!

takk og bless,
lalli

p.s. ég þakka líka þeim sem buðust til þess að meiða manninn bak við dyrnar um daginn. En þess má geta að hann var ekki á staðnum í dag. Sjálfsagt misst vitið og vinnuna um leið.

Engin ummæli: