laugardagur, mars 11, 2006

ég er þyrstur sósíalisti

2. gr.: "Lög þessi taka til alls rennandi eða kyrrstæðs vatns á yfirborði jarðar og neðan jarðar, í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi..."

Eruð þið ekki að grínast, ef einhvern tíman þarf Gúttóslag númer tvö og að stjaka við Sigurði Kára (segi ég sem friðarsinni), þá gæti það verið núna. Ekki ætla ég að hvetja til ofbeldis, en þetta mál er samt gríðarlega mikilvægt. Eftir hundrað ár verður Kárahnjúkavirkjun e.t.v. verðlaust mannvirki, en þá þurfum við samt að drekka vatn!
Vatn er ekki verslunarvara og það er ekki hægt að eiga það sem öll jörðin þarf til að lifa! -Nema hvað þá verður fyrst hægt að segja, "ég þarf að gefa blómunum að drekka"

Í dag sá ég Írana mótmæla á Graben, þeir mótmæltu Ajatollunum sem stjórna landinum þeirra og voru með myndir af sósíalistum sem hengu úr vinnukrönum vegna skoðana sinna og kúguðum konum. Ég studdi þá, enda stoppaði ég við mótmælaspjöldin og las.
Það er margt sem er undarlegt við þessar þjóðir og oft skil ég þær ekki, en mannréttindi eru að mínu mati ekki afstæði, því við erum bara fólk.

lalli

Engin ummæli: