miðvikudagur, mars 15, 2006

að mörgu að hyggja



Við Eyrún erum á fullu í pökkunar- og flutningahugleiðingum, við eigum ekki mikið af dóti hjá okkur. En það tekur samt sinn tíma og svo verðum við líka að flytja heimilisfangið okkar á nýja staðinn og þess háttar.
Næsta helgi verður svolítið strembin hvað það varðar. Fyrst hjálpa ég Örvari og Þóru, sem búa núna í húsinu, að flytja út, svo byrja ég að flytja eitthvað af okkar dóti yfir í nýju íbúðina. Vonandi get ég fengið flutningabíl á föstudeginum og þá flytjum við þvottavélina og nokkra kassa. Ef ekki þá gerum við það eftir hádegi í laugardaginn. Þá getum við tekið til í Ölweingasse og verðum vonandi laus undan henni. Milli klukkan 8-11 á laugardaginn koma svo hraustir sveinar með IKEA-húsgögnin okkar og bera þau upp á fjórðu hæð. Þá ætti allt að vera komið inn, þá tekur við að skrúfa saman húsgögn frá IKEA:) Það verður nóg af þeim á staðnum...

Vonandi get ég svo byrjað í skólanum í næstu viku, en ef allt gengur eftir þá fæ ég bréf frá skólanum á þriðjudaginn. Núna er ég að lesa bók um stjórnmálasögu Austurríkis, kanski er bara best að halda því áfram..

meira blogg síðar...
lárus

Engin ummæli: