miðvikudagur, mars 29, 2006

í tunglskugga

Ég sit núna í nýju íbúðinni og horfi á tölvuskjáinn, fyrir stuttu síðan horfði ég í gegnum plastfilmu og sá hvernig tunglið skyggði á sólina. Í Nígeríu hafa stjórnvöld sent út þá tilkynningu að sólmyrkvi sé ekki upphafið að endilokum alheimsins, en einhverjir íbúanna brugðust víst harkalega við síðasta sólmyrkva þar í landi. Dæmi um grátbroslega fáfræði, sem er auðvitað ekki á nokkurn skapaðan hátt fyndin en engu að síður.. Tja það er bara ekki allt alveg eins í þessum heimi.

Til dæmis er Berlusconi með eindæmum undarlegur karakter, á meðan aðrir stjórnmálamenn í heiminum láta út úr sér dularfullar setningar eins og "það geta ekki allir farið heim af ballinu með sætustu stelpunni, svo maður verður bara að finna sér eitthvað jafngott". Þá þykir honum mikilvægt í miðri kosningabaráttu á Ítalíu að fjalla í ræðu um meint barnaát Kommúnista í Kína á tíma Maos formanns. Það er auðvelt mál að setja út á mannréttindamál í Kína, en hvort þeir hafi kerfisbundið soðið börn til manneldis og áburðarframleiðslu? Rökin fyrir slíkum fullyrðingum þyrftu að vera algjörlega skotheld til þess að forseti lands geti látið hafa þau eftir sér.

En annarrs er ég bara að lesa mig aftur í tímann í þessa viku sem ég var án sambands við netheiminn, það breyttist svo sem ekkert, enda var varla við því að búast. Því að "heimurinn er alltaf eins hann breytist bara smá, en við getum ekki sé það því við horfum bara inna frá. "

lalli

Engin ummæli: