sunnudagur, maí 28, 2006

100%

Í nótt vakti ég til klukkan 05 og starði á tölvuskjáinn, undarlegt þar sem ég vissi ósköp vel að ekkert myndi breytast en mér fannst samt betra að fara að sofa þegar ég væri orðinn alveg viss. Ég býst fastlega við því að í kjölfar þessara kosninga hitni örlítið í pólitíkinni heima, menn sjá hvað sjá núna hvar tækifæri sín liggja fyrir næsta vor og hvar þeir eru veikastir fyrir. Auðvitað sjá menn þetta þá líka hjá hinum og geta þá eitthvað byrjað að undirbúa sig. Alltaf skemmtilegt að sjá og heyra formenn flokkanna ræða svona mál rétt að loknum kosningum, allir vinna auðvitað og geta bent á hina og sagt að þeir hafi tapað. Svo þegar tveir til þrír eru búnir að því þá tekur næsti við og ætlar nú ekki að vera segja hinum hvernig þeir stóðu sig, "minn flokkur var fínn" o.s.frv. Það síðasta sem ég sá áður en ég lagði mig voru tölur yfir allt land þar sem fylgi flokkana var sett í landsmeðaltal og spáð hvernig þetta væri nú allt. Í þær tölur var ekki hægt að lesa neitt öðruvísi en það sem nýjustu skoðana kannanir segja. Íhaldið stendur í tæpum 40%, X-S í tæpum 30% VG í tæpum 15%, exbé og frjálslyndir undir 10. (allt sirka, því annarst eru þetta 105%) Og löngu látið fólk kýs ekki ennþá á Íslandi. Spurning hvernig næstu skoðana kannanir mæla svo landslagið. Ég er bjartsýnn og held að Samfylkingin eigi nokkuð inni.

Hanna og krakkarnir koma á morgun! Jibbí, það verður svo gaman að fá þau í heimsókn ég er alveg viss um að þau eiga öll eftir að vera ánægð hjá okkur og hafa það gott. Annarrs er hugur Akureyringa hjá áhöfn Akureyrinnar og fjölskyldum, líkast til ein af þeim erfiðustu raunum sem hægt er að leggja á menn og þeir eru hetjur.

lalli

Engin ummæli: