fimmtudagur, desember 14, 2006

ég vaknaði í morgun

Ég sýndi ótrúlegan aulahátt í morgun, ég vaknaði klukkan 07:07 og þegar að vekjaraklukkan hringdi klukkan 07:15 þá fór inn á bað burstaði tennurnar, fór svo í sturtu og að því loknu fór ég aftur inn í herbergi þar sem ég hefði átt að fara í fötin mín en hún Eyrún lá í rúminu okkar svo að ég lagðist við hliðina á henni og knúsaði hana og viti menn ég sofnaði svo ég svaf yfir mig þrátt fyrir að hafa vaknað, burstað og sturtað mig! Ég hlýt að vera eitthvað veikur...
----
Sá einhver Kastljósþáttinn þar sem Ingibjörg og Geir H. Haarde mættust? Mikið rosalega þótti mér Hr. Haarde vera aulalegur í honum. Þátturinn var varla byrjaður þegar að hann kvartaði yfir því að Ingibjög hefði gripið fram í, næst þegar að Ingibjörg fékk orðið greip hann sjálfur fram í og Ingibjörg bað hann um að biðja fólk ekki um að grípa ekki fram í ef hann gæti ekki setið á sér sjálfur. Svo svaraði hann umræðunni um fátækt með því að skýrslan væri léleg, en hún kemur einmitt úr hans ráðuneyti (árinni kennir... líklega illur árasmiður í þessu tilfelli) og rökin fyrir flestu sem rætt var um voru leiðréttingar á hinum og þessum mistökum sem að ríkisstjórnin hefur gert og hann bakkaði útúr hvalveiðiumræðunni og sagði hana bara smámál. Svo undirlokin var hann orðinn pirraður og sagði að Ingibjörg hefði talað allann tímann. Hann hefði nú þá barasta átt að tala meira, ekki var það henni að kenna ef henni tókst að færa rök fyrir sínu máli og hann gat engum nema sjálfum sér um kennt ef hann talaði ekki nóg.
---
Við erum búin að pakka í eina tösku, það er hlunkataskan okkar og í henni eru allir pakkarnir svo það er eins gott að hún skili sér, hún er samt svo stór að það væri gríðarlega erfitt að týna henni. Á morgun er föstudagur og klukkan 03.30 á laugardaginn þurfum við að leggja af stað út á flugvöll, við förum alla leið til Akureyrar í einni lotu og verðum lent á Akureyrarflugvelli klukkan 18:15.
--
Það verður ljómandi gott að komast heim, það verður gaman að hitta fólk, borða mat, labba í snjó, vera kalt á tánum, fara í fjallið, hanga og byrja svo aftur að læra á fullu því prófin eru eftir.
-
Ég vildi að ég væri duglegri við að skrifa um allt sem ég hugsa, kanski verður það áramótaheit, ásamt því að hreyfa mig meira og almennt að vinna í tilgangi lífsins: verða betri maður.

Vesist blesa og sjáumst fljótt,
Lalli

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss, það er nú bara fínt að sofna eftir sturtu, hreinn og hress. Fátt betra en að sofna nakinn við hlið fallegrar stúlku, nema kannski að gera eitthvað annað með henni nakinn.
Fokking dónakall.

Nafnlaus sagði...

Oh, Elvar Berg thó! Alltaf tharft thú ad vera med einhvern dónakjaft. Mér er naest skapi ad thvo á thér kjaftinn med sápu.

Nafnlaus sagði...

Nesi, endilega næst þegar við förum í bað saman.

Nafnlaus sagði...

ég hef farið í sturtu með nesa og legið heila nótt í drullupotti og drukkið brennivín með lalla. svo hef ég gist uppí hjá ella, þó ekki allsber. ég er afskaplega tengdur þessum umræðum öllum. að lokum vil ég segja við súrkrásina sem hefur þetta bloggsvæði til umráða að ég hlakka til að sjá hana um hátíðirnar.

Nafnlaus sagði...

Úúú, djöfull er kominn mikill spenningur í mig. Verðum að taka allavega eins og eina kvöldstund saman piltar. Svo vil ég líka benda þér á það apli minn að við sváfum í sama rúminu í heila viku, gott ef ég var ekki allsber, í það minnsta einu sinni.