fimmtudagur, desember 21, 2006

úr -19 í +12

Ísland tekur aldeilis vel á móti manni, hamfara hláka og rokrassgat. Ég bíst nú samt við því að það sé algjörlega toppur sjálfhverfunnar að halda að því fram að veðrið breytist fyrir mig.
Fréttirnar hérna á Íslandi hafa undanfarið fjallað um veðrið og dónakalla. Það er lítið sem við getum gert í þessu veðri en þessir bölvaðir ógeðslegu siðspiltu "menn" sem að nauðga og misnota stúlkubörnum og konum, það er ýmislegt sem hægt er að gera við þá. En í því nýfrjálshyggju andrúmslofti sem löglærðir Reykvíkingar, sem stjórna landinu okkar, anda að sér virðist ekki vera rými fyrir þau vandamál samfélagsins sem hægt er að stjórna með "frjálsum" viðskiptum. Laga frumvörp, t.d. frá Ágústi Ólafi, um afnám fyrningarfrests komast ekki í gegn, dómstólar og lögregla sleppa mönnum út þrátt fyrir að þeir hafi í tvígang nauðgað fermingarstúlkum. Karlmenn eiga það til að móðgast ef það er sagt að þetta vandamál sé lýti á karlmönnum sem samfélagshóp eins og t.d. Egill Helgason gerði um daginn eftir að Þórunn Valdimarsdóttir benti á þetta.
En næst ætla ég ekki að benda á það sem er ljótt og leiðinlegt, heldur skrifa fallegan jólapistil og svo í lok desember ætla ég að rifja upp árið hérna á ruslinu mínu.

þangað til næst, þá verða jólin alveg að koma...

lalli

Engin ummæli: