mánudagur, desember 11, 2006

jólaköttur


Ég held að jólakötturinn sé stórlega misskilin skepna, hann var gríðarstór og átti hvergi heima, hann var illa hyrtur og með ljót augu, svo vildi hann ekki mýs og mjálmaði aumlega og var þessvegna talinn skrítinn eins og oft vill með þá sem eru örðruvísi en hinir. En hann vildi vel þessvegna lagðist hann á fátæka fólkið sem fékk enga nýja spjör, hann lagðist á þau og reyndi að hlýja þeim! Svo kvæsti hún á þá sem að fengu föt og hvarf svo á braut, e.t.v. var hún bara að hrópa húrra á kattamáli. Við hinum ættum að taka köttinn okkur til fyrirmyndar og passa upp á það að öll börn fái nýja flík, það eru um 5000 börn á Íslandi sem lifa undir fátækrarmörkum
-
Síðasta bloggfærsla var óvenjuleg, enda nenni ég ekki alltaf að segja frá því sem að ég geri hérna í Vínarborg, en hún sýndi e.t.v. að stundum geri ég eitthvað annað en læra, blogga og hugsa um stjórnmál og vandamál.

næst verð ég samt að skrifa um stjórnmál, ef ekki, þá fer ég að hafa áhyggjur af mér.
lalli

Engin ummæli: