sunnudagur, desember 10, 2006

TransAktionsNummern

Það var frí á föstudaginn í skólum og allstaðar nema í búðum, Maria Empfängnis hét þessi hátíðardagur Kaþólskra, en satt best að segja veit ég ekki 100% tilganginn með honum, eitthvað með erfðasynd heimsins og að María hafi fæðst án hennar, held ég en, æj ég ætla ekki að ljúga að ykkur, þetta var í það minnsta kærkomið frí. Ég var í tíma í skólanum til klukkan 20 á fimmtudagskvöldið og þegar ég kom heim voru Eyrún og Kristín farnar í partý í listaskólanum, svo að ég tók því rólega fékk mér rauðvínsglas og hékk á netinu, eins og ég geri ekki nóg af því. Seinna um kvöldið hitti ég Jón á ágætri Ölstofu og við röbbuðum um heima og geima.
Helgin fór svo í að rúnta um jólamarkaði og í búðir að leita uppi síðustu pakkana, sem fundust að lokum.
-
ljómandi fínt alveg hreint, pís át.. blogga meira og betur síðar..
lalli

Engin ummæli: