laugardagur, desember 23, 2006

Jólin koma..

Ég rétt svo lauk við að skrifa jólapistilinn minn, ýtt svo á publish og þá sagðist Internet Explorer ekki vilja framkvæma þá skipun, u.þ.b. 5 mínútum áður hafði ég brennt jólagrautinn, þegar ég reyndi að sjóða vatn og kveikti á vitlausri hellu. Við þessum vandamálum eru til lausnir, annarrs vegar henda grautnum og sjóða ný grjón fyrir Ris a la Mand og hins vegar ná í Mozilla Firefox, ég hef nú þegar gert hvort tveggja. Jólin koma þrátt fyrir þetta og ekkert stress. Jólastress þekki ég ekki af eigin raun, ferðaþreyta en ekkert stress.
Jólin eru falleg hátíð og við getum hvert og eitt nýtt okkur það sem við kjósum úr boðskap hennar, um fram allt eru jólin afsökun til þess að vera góður við fólkið sitt, hugsa um kærleika og njóta þess að vera til. Við getum hvorki keypt jólin, bakað þau né eldað, jólin eru ekki neitt eitt sem við finn, fáum eða þurfum að leita að. Jólahátíðin kemur okkar, hvort sem við erum gömul eða ung, rík eða fátæk. Þau ykkar sem viljið fá smá skammt af fallegum jólaboðskap gætuð t.d. farið í Hátíðarmessu í Akureyrarkirkju klukkan tvö, ef að presturinn nær ekki að færa ykkur boðskapinn, þá er ég þess fullviss að hún Eyrún mín færir ykkur hann en hún syngur tvo sálma.
Umfram allt njótum þess að hitta vini og vandamenn og knúsa fólk og brosa til þess, segja hátt og snjallt gleðileg jól!

Lalli

Engin ummæli: