fimmtudagur, nóvember 10, 2005

?

Fótbolti er yndislegur, það er vandfundinn annar leikur sem hefur viðlíka áhrif á heiminn, en samt verður hann, eða öllu heldur umræðan og allir kringum hann eitthvað ómerkilegri með hverjum deginum.
Ég las frétt í morgun um 7 ára efnilegan knattspyrnumann! Stóru liðin voru víst farin að hafa áhuga á þessu barni. Hvað er málið með að ensk og spænsk fyrirtæki, t.d. Bolton og Barcelona séu að reyna að semja við 7 ára barn? Auðvitað eru þetta ekkert nema fyrirtæki, frekar sérstök fyrirtæki en ekkert öðruvísi en hver önnur. Þau eru með stjórnendur, gjaldkera, afgreiðslumenn og skúringarkonur. En að reyna að lokka til sín börn? Einhvern tíman sá ég líka umfjöllun um 9 ára gamlan brasilískan strák, sem stóru liðin vildu fá, þau voru tilbúin að flytja heila fjölskyldu yfir til Evrópu til að þjálfa strák upp í að vera fótboltamaður. Hvað ef gaurinn myndi síðan missa áhugan og vilja verða verðbréfasali eða kennari? Sjálfsagt yrði það ekkert mál, en það er bara verið að rugla í hausnum á fólki með þessu og það er ljótt. Þetta er samt ekkert óþekkt, Motzart var undrabarn og spilaði fyrir kóngafólk um alla Evrópu alla sína ævi. En í dag ættu einhverjar reglur að gilda um þetta. Þetta jaðrar við að vera "barnaþrælkun" og nema hvað að þessir strákar eiga möguleika á að verða ríkir, hversu margir sem því nú ná. Unglingalið hjá þessum liðum eru ekki óeðlilegur hlutur í rauninni, að 16 ára strákar reyni fyrir sér sem fótboltamenn oftast sjá félögin þá um allt, einhverskonar skóla og þess háttar.
-
Ég skil stundum ekki stjórnmál. Þau eru svo flókin, ekki málin sjálf heldur mennirnir sem tala um þau. Þeir eru endalaust að passa hitt og þetta, segja hlutina án þess að styggja þennan. Ef þú spyrðir stjórnmálamann, hvort honum þætti betra svart eða hvítt, þá myndi hann segja tja, hvítur litur hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér, en svartur hefur alltaf staðið sig vel undanfarið. Ha? (ímyndið ykkur þetta með mönnum í stað lita) Halda þeir að þeir megi ekki hafa skoðun? Á Íslandi eru stjórnmálamenn bara venjulegir menn, afhverju mega þeir þá ekki segja að sér þyki þessi betri eða hinn, það er alhæfing bara skoðun á einföldum hlut.
Kanksi eru allir menn svona, einfaldir/flóknir og svo flækjast þeir... Ef til vill á ég svo sjálfur eftir að ákveða að verða svona, flókinn einfaldur.. minnið mig þá endilega á þetta.

Takk bless ég er hress,
Lalli

Engin ummæli: