þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Var að horfa á Jón Ólafsson í viðtali í Kastljósinu. Þetta var ágætt viðtal, en var þetta allt og sumt? Tækinlegir örðuleikar? Tja...
Það sem kom fram: Jón reykti mikið hass. Sjálfstæðisflokkurinn er skrítinn og hegðar sér stundum eins og mafía. Hannes Hólmsteinn, Davíð og co hata Jón og Jón. Þórhallur var með kveikt á símanum! Jón á viðbjóðslega mikinn pening og vill hvorki tala um Davíð né nefna milljarð, nei ég meina tölur.

Allt og sumt, maður veit það ekki, en það sem eftir stendur hjá mér er að viðskiptalífið á Íslandi skortir aðhald og síðan er reynt að bjarga því sem bjargað verður með skattrannsóknum og kærum. Annarrs er undarlegast að heyra það hvernig svona viðskipti fara fram, Jón hringir í Jón og býður honum að kaupa allt sem hann á á Íslandi.
Annað sem stendur eftir, ætli fyrirmynd Hannesar Hólmsteins sé Grímur ormstunga úr Lord of the Rings? Ef að LOTR yrði sett upp sem leikrit ættu við íslendingar a.m.k. mann í hlutverkið.

lalli í vín

Engin ummæli: