fimmtudagur, nóvember 24, 2005

"Never say never, then why say never twice"

Lífið lék við folaldið, það hoppaði milli hrigleikahúsa en að lokum stökk það á lýsisperlu og skall í kjölfarið á snæviþakta jörðina. Það hrysti af sér gömul nammibréf og sand, en náði ekki tyggjóklessu af bakinu. Folaldið að skæla, það grét sætum bláum tárum og bað froskaprinsinn Guðbrand að taka það af sér. Sá óþverri brást hinn versti við og æpti: "snáfaðu bara burt, ólukku folaldið þitt!"
Folaldið hoppaði heim á leið með grátstafinn í kverkunum, þar beið þess heysúpa og staur til að naga.
--

Eee. Já afsakið hlé.

--
Gott, nú get ég byrjað aftur, tæknin var eitthvað að stríða okkur þarna í upphafi og það sló saman á línunum. Afhverju eru alltaf fréttir af George Best í íþróttafréttum? Ok, hann var fótboltamaður, en ætti þetta ekki frekar heima í slúðri eða eitthvað. Um daginn var, svo dæmi sé tekið, frétt af því þegar Maradona fór fyrir mótmælagöngu geng Bush í Argentínu, ekki var hún í íþróttafréttum, hví þá? Vegna þess að hún tengdist ekki íþróttum, afhverju þarf þá alltaf að segja frá gömlum drykkfeldum karli í íþróttafréttum? Fá þær hvort sem er ekki nægt pláss í fjölmiðlum..

lalli prump

Engin ummæli: